Sakar stjórnvöld um tvískinnung á kostnað almennings Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. desember 2013 12:54 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Tvö grátbrosleg tilvik um innflutning á kjúklingum sem fluttir voru inn og seldir sem íslenskir kjúklingar og innflutningur á írsku smjöri sýna vel það öngstræti við erum komin í með viðskipti með landbúnaðarvörur og þá innflutningsvernd sem greinin nýtur. Þetta segir Andrés Magnússon framkvæmdstjóri Samtaka verslunar- og þjónustu. Þetta viðhorf Andrésar kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Andrés segir erfitt að sjá hvernig stjórnvöld geta réttlætt þá gríðarháu tollvernd sem kjúklingaframleiðsla nýtur eftir að framleiðendur hafa viðurkennt að hafa villt um fyrir neytendum.Viðurkenning á vörusvikum? Andrés segir að með innflutningi á erlendum kjúklingi hafi kjúklingaframleiðendur viðurkennt að erlendir kjúklingar séu fullgóðir fyrir íslenska neytendur, að neytendur í landinu hafi ekkert að óttast. Rökin fyrir fæðuörygginu séu einnig fokin út í veður og vind, þar sem þetta dæmi sýni að innlend framleiðsla hafi með reglubundnum hætti þurft að láta erlenda kjúklingaframleiðendur hlaupa undir bagga með sér. Virðingarleysið fyrir íslenskum neytendum sem þetta tilvik lýsir sé algert. Þess skal getið að þrjú fyrirtæki sem slátra og pakka kjúklingi hafa hafnað því að hafa selt erlendan kjúkling sem íslenskan eftir fullyrðingar þingmanns þar um fyrr í haust. Málið er því enn undirorpið vafa.Smjör er ekki bara smjör, eða hvað? Andrés nefnir líka innflutning á írsku smjöri til að anna eftirspurn eftir smjöri yfir hátíðarnar sem selt var sem íslenskt smjör, en íslenskur almenningur getur hins vegar ekki keypt írskt smjör sjálfur. Brugðist var við alvarlegum smjörskorti með innflutningi á írska smjörinu. „Svo alvarlegt var ástandið að aðildarfélög Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sem eru hagsmunasamtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sáu sína sæng upp reidda og pöntuðu nær níutíu tonn af írsku smjöri til þess að geta annað eftirspurn. Mikið var haft við enda um sérpöntun að ræða sem ekki varð afgreidd í einu vetfangi. Eftir að írskum mjólkurbændum hafði tekist að framleiða upp í hina sérstöku íslensku pöntun leysti smjörgámurinn landfestar á Írlandi og sigldi seglum þöndum norður Atlantshaf. Þar með var tryggt að íslenskir neytendur fengju notið hins írska smjörs nú í jólamánuðinum, eftir að hafa verið fullvissaðir um að ekkert væri að óttast,“ segir Andrés.Auglýst eftir hugrökkum stjórnmálamönnum Andrés lýsir eftir stjórnmálamanni sem hefur þor til að taka þessi mál föstum tökum, stjórnmálamanni sem vill tala máli neytenda og ekki síður þess stóra hóps fólks sem byggir afkomu sína á öflugri íslenskri verslun.Kanntu einhverjar skýringar á því hvers vegna Íslendingar eru enn fastir í hjólförum tollverndar á árinu 2013? „Nei, í raun ekki því við sem gætum hagsmuna verslunar klórum okkur mjög í höfðinu yfir því hvers vegna það er enginn stjórnmálamaður sem hefur dug eða þor til að stíga fram til að gæta hagsmuna þeirra sem eiga allt undir því að þessi vernd falli niður eða minnki og neytendur eigi kost á því að fá almenna neysluvöru á samkeppnishæfu verði,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.Er smjörið á myndinni íslenskt eða írskt? Neytendur hafa auðvitað ekki hugmynd um það. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði létu flytja inn 90 tonn af smjöri svo Íslendingar hefðu nóg af „íslensku“ smjöri yfir jólin.Yrðu breytingar á tollverndinni ekki aðeins til þess fallnar að veita búvöruframleiðendum heilbrigt aðhald með erlendri samkeppni? „Að okkar mati er það tvímælalaust svo. Við höfum margoft bent á það. Dæmin sem við höfum þar sem íslenskur landbúnaður hefur fengið samkeppni hefur sýnt að hann stendur fyllilega á sporði við erlenda samkeppni. Dæmin sem við höfum úr garðyrkjunni sýna það mætavel að íslenskur landbúnaður þarf ekkert að óttast að mæta samkeppni. Það væri bara hollt fyrir greinina. Þá nútímavæðist hún, bændum og neytendum og öllum Íslendingum til mikilla framfara,“ segir Andrés.Engin hreyfing hjá vinstrimönnum Á tíð vinstristjórnarinnnar varð engin hreyfing í afnámi tollverndar þátt fyrir stefnu annars stjórnarflokksins, Samfylkingarinnar. Fyrir þessu eru tvíþættar ástæður. Annars vegar sú staðreynd að Samfylkingin vildi stuðla að breytingum á tollvernd með aðild Íslands að Evrópusambandinu og hins vegar þeirri að hörð verndarstefna var rekin af þingmönnum Vinstri grænna sem gegndu embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á síðasta kjörtímabili. Engin teikn eru á lofti að þetta komi til með að breytast hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki enda er hvergi vikið að breytingum í átt að afnámi tollverndar í stefnuyfirlýsingu flokkanna. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Tvö grátbrosleg tilvik um innflutning á kjúklingum sem fluttir voru inn og seldir sem íslenskir kjúklingar og innflutningur á írsku smjöri sýna vel það öngstræti við erum komin í með viðskipti með landbúnaðarvörur og þá innflutningsvernd sem greinin nýtur. Þetta segir Andrés Magnússon framkvæmdstjóri Samtaka verslunar- og þjónustu. Þetta viðhorf Andrésar kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Andrés segir erfitt að sjá hvernig stjórnvöld geta réttlætt þá gríðarháu tollvernd sem kjúklingaframleiðsla nýtur eftir að framleiðendur hafa viðurkennt að hafa villt um fyrir neytendum.Viðurkenning á vörusvikum? Andrés segir að með innflutningi á erlendum kjúklingi hafi kjúklingaframleiðendur viðurkennt að erlendir kjúklingar séu fullgóðir fyrir íslenska neytendur, að neytendur í landinu hafi ekkert að óttast. Rökin fyrir fæðuörygginu séu einnig fokin út í veður og vind, þar sem þetta dæmi sýni að innlend framleiðsla hafi með reglubundnum hætti þurft að láta erlenda kjúklingaframleiðendur hlaupa undir bagga með sér. Virðingarleysið fyrir íslenskum neytendum sem þetta tilvik lýsir sé algert. Þess skal getið að þrjú fyrirtæki sem slátra og pakka kjúklingi hafa hafnað því að hafa selt erlendan kjúkling sem íslenskan eftir fullyrðingar þingmanns þar um fyrr í haust. Málið er því enn undirorpið vafa.Smjör er ekki bara smjör, eða hvað? Andrés nefnir líka innflutning á írsku smjöri til að anna eftirspurn eftir smjöri yfir hátíðarnar sem selt var sem íslenskt smjör, en íslenskur almenningur getur hins vegar ekki keypt írskt smjör sjálfur. Brugðist var við alvarlegum smjörskorti með innflutningi á írska smjörinu. „Svo alvarlegt var ástandið að aðildarfélög Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sem eru hagsmunasamtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sáu sína sæng upp reidda og pöntuðu nær níutíu tonn af írsku smjöri til þess að geta annað eftirspurn. Mikið var haft við enda um sérpöntun að ræða sem ekki varð afgreidd í einu vetfangi. Eftir að írskum mjólkurbændum hafði tekist að framleiða upp í hina sérstöku íslensku pöntun leysti smjörgámurinn landfestar á Írlandi og sigldi seglum þöndum norður Atlantshaf. Þar með var tryggt að íslenskir neytendur fengju notið hins írska smjörs nú í jólamánuðinum, eftir að hafa verið fullvissaðir um að ekkert væri að óttast,“ segir Andrés.Auglýst eftir hugrökkum stjórnmálamönnum Andrés lýsir eftir stjórnmálamanni sem hefur þor til að taka þessi mál föstum tökum, stjórnmálamanni sem vill tala máli neytenda og ekki síður þess stóra hóps fólks sem byggir afkomu sína á öflugri íslenskri verslun.Kanntu einhverjar skýringar á því hvers vegna Íslendingar eru enn fastir í hjólförum tollverndar á árinu 2013? „Nei, í raun ekki því við sem gætum hagsmuna verslunar klórum okkur mjög í höfðinu yfir því hvers vegna það er enginn stjórnmálamaður sem hefur dug eða þor til að stíga fram til að gæta hagsmuna þeirra sem eiga allt undir því að þessi vernd falli niður eða minnki og neytendur eigi kost á því að fá almenna neysluvöru á samkeppnishæfu verði,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.Er smjörið á myndinni íslenskt eða írskt? Neytendur hafa auðvitað ekki hugmynd um það. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði létu flytja inn 90 tonn af smjöri svo Íslendingar hefðu nóg af „íslensku“ smjöri yfir jólin.Yrðu breytingar á tollverndinni ekki aðeins til þess fallnar að veita búvöruframleiðendum heilbrigt aðhald með erlendri samkeppni? „Að okkar mati er það tvímælalaust svo. Við höfum margoft bent á það. Dæmin sem við höfum þar sem íslenskur landbúnaður hefur fengið samkeppni hefur sýnt að hann stendur fyllilega á sporði við erlenda samkeppni. Dæmin sem við höfum úr garðyrkjunni sýna það mætavel að íslenskur landbúnaður þarf ekkert að óttast að mæta samkeppni. Það væri bara hollt fyrir greinina. Þá nútímavæðist hún, bændum og neytendum og öllum Íslendingum til mikilla framfara,“ segir Andrés.Engin hreyfing hjá vinstrimönnum Á tíð vinstristjórnarinnnar varð engin hreyfing í afnámi tollverndar þátt fyrir stefnu annars stjórnarflokksins, Samfylkingarinnar. Fyrir þessu eru tvíþættar ástæður. Annars vegar sú staðreynd að Samfylkingin vildi stuðla að breytingum á tollvernd með aðild Íslands að Evrópusambandinu og hins vegar þeirri að hörð verndarstefna var rekin af þingmönnum Vinstri grænna sem gegndu embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á síðasta kjörtímabili. Engin teikn eru á lofti að þetta komi til með að breytast hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki enda er hvergi vikið að breytingum í átt að afnámi tollverndar í stefnuyfirlýsingu flokkanna.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira