Þjóðverjinn Per Mertesacker var ekki ánægður með framkomu Mesut Özil, landa síns, eftir 6-3 tap Arsenal gegn Manchester City í dag.
Þegar leikurinn var flautaður af ætlaði Özil að ganga beint til búningsklefa án þess að þakka stuðningsmönnum Arsenal fyrir leikinn, eins og algengt er.
Þegar Mertesacker, sem var fyrirliði Arsenal í dag, gerði sér grein fyrir því vatt hann sér upp að Özil og lét hann heyra það óþvegið, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Arsenal er enn á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir tapið í dag.

