Enski boltinn

Skytturnar skotnar í kaf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
City-menn fagna einu sex marka sinna í dag.
City-menn fagna einu sex marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images
Það var boðið upp á flugeldasýningu í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar að Manchester City vann 6-3 sigur á Arsenal.

City komst upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og er liðið nú þremur stigum á eftir toppliði Arsenal, sem er enn með 35 stig.

Þeir bláklæddu sýndu allar sínar bestu hliðar í dag eins og svo oft áður á heimavelli sínum í vetur. Liðið hefur unnið alla átta deildarleiki sína á heimavelli.

Brasilímaðurinn Fernandinho skoraði tvö mörk fyrir City í dag og þeir Sergio Agüero, Alvaro Negredo, David Silva og Yaya Toure eitt hver. Theo Walcott skoraði fyrstu tvö mörk Arsenal og Per Mertesacker það þriðja.

Þetta var fyrsti leikur Walcott í byrjunarliði Arsenal síðan í september en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Hann nýtti tækifærið vel í dag og var nálægt því að skora þrennu.

En City var betra liðið í dag og virtist á köflum einfaldlega vera ósigrandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×