Enski boltinn

Ferguson: Carroll átti að fá rautt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson var ánægður með frammistöðu sinna manna í Manchester United í kvöld en liðið gerði 2-2 jafntefli við West Ham.

Robin van Persie skoraði jöfnunarmark United seint í leiknum en endursýningar í sjónvarpi sýndu þó að hann var rangstæður.

„Leikmenn hættu aldrei. Við lentum tvisvar undir en komum til baka. Mér fannst við spila eins og meistarar,“ sagði Ferguson en United er með þrettán stiga forystu á toppi deildarinnar.

„Við vorum bæði ákveðnir og hugrakkir. Við viljum aldrei tapa og við sýndum það í kvöld. Ég var því ánægður með úrslitin.“

Andy Carroll tæklaði David De Gea, markvörð United. „Það átti að vera rautt spjald. Dómarinn sá þetta en ákvað að gefa honum ekki rautt,“ bætti Ferguson við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×