Enski boltinn

Chelsea í þriðja sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
John Terry skoraði tvívegis þegar að Chelsea vann nokkuð þægilegan sigur á Fulham, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

David Luiz kom þeim bláklæddu yfir með frábæru skoti á 30. mínútu en Mark Schwarzer, markvörður Fulham, átti engan möguleika á að verja skotið.

Terry skoraði svo fyrra mark sitt á 43. mínútu með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri kantinum. Seinna markið kom svo á 71. mínútu, einnig með skalla.

Fulham fékk sín færi í leiknum og Bryan Ruiz skaut snemma yfir af stuttu færi áður en Petr Cech varði frá Urbi Emanuelson.

Chelsea komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar en liðið er með 61 stig, einu meira en Arsenal, og á þar að auki leik til góða. Fulham er í tíunda stæi með 40 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×