Fótbolti

Fyrsta myndin af Aroni með bandaríska liðinu

Aron er hér lengst til vinstri í hitanum í Sarajevo.
Aron er hér lengst til vinstri í hitanum í Sarajevo. mynd/twitter
Aron Jóhannsson mætti í dag á æfingu með bandaríska landsliðinu en hann ákvað á dögunum að spila frekar með Bandaríkjunum en Íslandi.

Sú ákvörðun leikmannsins var afar umdeild hér á landi og til að mynda brást formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, afar illa við.

Bandaríska landsliðið spilar gegn Bosníu-Hersegóvínu á miðvikudag og mun Aron líklega spila í þeim leik ef hann fær leikheimild frá FIFA.

Þó svo hann spili ekki þá mun hann kynnast sínum nýju landsliðsfélögum í þessari ferð.

Myndin sem birtist með fréttinni er frá æfingunni í dag og eftir því sem best er vitað er þetta fyrsta myndin af honum í æfingagalla Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×