Fótbolti

Gattuso: Konur eiga ekki heima í fótbolta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Gennaro Gattuso, fyrrum leikmaður AC Milan og ítalska landsliðsins, furðar sig á því að kona sé nú í mikilvægri stöðu hjá sínu gamla félagi.

Adriano Galliani hefur verið framkvæmdarstjóri AC Milan og verður áfram. Hann samþykkti hins vegar nýverið að deila stöðunni með Barböru Berlusconi, dóttur Silvio Berlusconi, forseta AC Milan.

„Mér finnst að það ætti að sýna Galliani meiri virðingu en þetta,“ mun Gattuso hafa sagt í viðtali við ítalska útvarpsstöð.

„Ég bara get ekki ímyndað mér að konur eigi heima í fótbolta. Mér líkar ekki við að segja það en svona er það bara.“

Gattuso var í þrettán ár hjá AC Milan en lék einnig með Rangers í Skotlandi. Hann hefur reynt fyrir sér í þjálfun en verið rekinn tvívegis, frá Sion í Sviss og Palermo fyrr á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×