Fótbolti

Robben frá í sex vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arjen Robben var borinn af velli þegar að lið hans, Bayern München, hafði betur gegn Augsburg í þýsku bikarkeppninni í gærkvöldi.

Robben skoraði fyrra markið í 2-0 sigri en lenti í slæmu samstuði við Marwin Hitz, markvörð Augsburg, og var borinn af velli strax á 16. mínútu.

Hann fékk djúpan skurð á hnéð og var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að hann verði frá í um sex vikur en Robben fékk þungt högg á hægra hnéð auk skurðarins.

„Þetta eru mér auðvitað mikil vonbrigði en ég ætla mér að koma sterkur til baka og hjálpa liðinu að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur,“ sagði Robben í viðtali á heimasíðu Bayern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×