Steggurinn slasaðist í brimbrettaóhappi Hanna Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2013 07:00 Þorleifur nýstiginn upp úr sjónum eftir óhappið með vænan skurð á kinninni. Mynd/Kristinn Þórðarson „Ég lít út eins og ég hafi lent í slagsmálum, en ef maður ætlar að slasast við eitthvað þá er í lagi að slasast við þetta,“ segir Þorleifur Arnarsson leikstjóri, sem lenti í brimbrettaóhappi á laugardag með þeim afleiðingum að sauma þurfti þrjú spor í andlit hans. Það voru vinir Þorleifs sem fóru með hann á brimbretti í tilefni af steggjun hans. Þorleifur vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hópur fílefldra karlmanna reif hann eldsnemma fram úr rúminu síðastliðinn laugardag, en á meðal þeirra sem tóku þátt í steggjuninni voru Símon Birgisson, menningarritstjóri DV, Ólafur Egilsson leikari, Þórlindur Kjartansson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins, og ástralski leikstjórinn, Benedict Andrews. „Ég var rifinn fram úr rúminu og það var keyrt út á Nes í Þorlákshöfn þar sem við vorum settir í blautbúning. Svo fór maður bara beint út í sjó. Höggið kom við fyrstu stóru ölduna.“ Að sögn Þorleifs voru öldurnar allt að tveggja metra háar og sjórinn töluvert úfinn þegar brettið skall skyndilega í andlitið á honum. „Það var eins og aldan hafi notað brettið eins og hafnaboltakylfu. Brettið bara flaug í andlitið á mér.“ Við höggið hlaut Þorleifur ljótan skurð á kinnbein og fór í kjölfarið á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem gert var að sárum hans. „Það var tekin ákvörðun um að fara með mig til læknis þar sem strákarnir kunnu ekki alveg við skila mér svona útlítandi til kærustunnar. Það voru saumuð þrjú spor í kinnina á mér og læknirinn sagði að ég myndi væntanlega skarta vígalegu bíómyndaöri í brúðkaupinu,“ segir hann léttur. Þrátt fyrir óhappið er Þorleifur brattur. Hann segir brimbrettaiðkun skemmtilegt og spennandi sport og að dagurinn hafi verið frábær. „Brimbretti eru algjör snilld. Það var kannski full bratt að henda sér út í svona öldur í fyrsta skipti sem maður prófar þetta en fall er faraheill og það gengur bara vonandi betur næst.“ Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
„Ég lít út eins og ég hafi lent í slagsmálum, en ef maður ætlar að slasast við eitthvað þá er í lagi að slasast við þetta,“ segir Þorleifur Arnarsson leikstjóri, sem lenti í brimbrettaóhappi á laugardag með þeim afleiðingum að sauma þurfti þrjú spor í andlit hans. Það voru vinir Þorleifs sem fóru með hann á brimbretti í tilefni af steggjun hans. Þorleifur vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hópur fílefldra karlmanna reif hann eldsnemma fram úr rúminu síðastliðinn laugardag, en á meðal þeirra sem tóku þátt í steggjuninni voru Símon Birgisson, menningarritstjóri DV, Ólafur Egilsson leikari, Þórlindur Kjartansson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins, og ástralski leikstjórinn, Benedict Andrews. „Ég var rifinn fram úr rúminu og það var keyrt út á Nes í Þorlákshöfn þar sem við vorum settir í blautbúning. Svo fór maður bara beint út í sjó. Höggið kom við fyrstu stóru ölduna.“ Að sögn Þorleifs voru öldurnar allt að tveggja metra háar og sjórinn töluvert úfinn þegar brettið skall skyndilega í andlitið á honum. „Það var eins og aldan hafi notað brettið eins og hafnaboltakylfu. Brettið bara flaug í andlitið á mér.“ Við höggið hlaut Þorleifur ljótan skurð á kinnbein og fór í kjölfarið á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem gert var að sárum hans. „Það var tekin ákvörðun um að fara með mig til læknis þar sem strákarnir kunnu ekki alveg við skila mér svona útlítandi til kærustunnar. Það voru saumuð þrjú spor í kinnina á mér og læknirinn sagði að ég myndi væntanlega skarta vígalegu bíómyndaöri í brúðkaupinu,“ segir hann léttur. Þrátt fyrir óhappið er Þorleifur brattur. Hann segir brimbrettaiðkun skemmtilegt og spennandi sport og að dagurinn hafi verið frábær. „Brimbretti eru algjör snilld. Það var kannski full bratt að henda sér út í svona öldur í fyrsta skipti sem maður prófar þetta en fall er faraheill og það gengur bara vonandi betur næst.“
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira