Steggurinn slasaðist í brimbrettaóhappi Hanna Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2013 07:00 Þorleifur nýstiginn upp úr sjónum eftir óhappið með vænan skurð á kinninni. Mynd/Kristinn Þórðarson „Ég lít út eins og ég hafi lent í slagsmálum, en ef maður ætlar að slasast við eitthvað þá er í lagi að slasast við þetta,“ segir Þorleifur Arnarsson leikstjóri, sem lenti í brimbrettaóhappi á laugardag með þeim afleiðingum að sauma þurfti þrjú spor í andlit hans. Það voru vinir Þorleifs sem fóru með hann á brimbretti í tilefni af steggjun hans. Þorleifur vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hópur fílefldra karlmanna reif hann eldsnemma fram úr rúminu síðastliðinn laugardag, en á meðal þeirra sem tóku þátt í steggjuninni voru Símon Birgisson, menningarritstjóri DV, Ólafur Egilsson leikari, Þórlindur Kjartansson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins, og ástralski leikstjórinn, Benedict Andrews. „Ég var rifinn fram úr rúminu og það var keyrt út á Nes í Þorlákshöfn þar sem við vorum settir í blautbúning. Svo fór maður bara beint út í sjó. Höggið kom við fyrstu stóru ölduna.“ Að sögn Þorleifs voru öldurnar allt að tveggja metra háar og sjórinn töluvert úfinn þegar brettið skall skyndilega í andlitið á honum. „Það var eins og aldan hafi notað brettið eins og hafnaboltakylfu. Brettið bara flaug í andlitið á mér.“ Við höggið hlaut Þorleifur ljótan skurð á kinnbein og fór í kjölfarið á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem gert var að sárum hans. „Það var tekin ákvörðun um að fara með mig til læknis þar sem strákarnir kunnu ekki alveg við skila mér svona útlítandi til kærustunnar. Það voru saumuð þrjú spor í kinnina á mér og læknirinn sagði að ég myndi væntanlega skarta vígalegu bíómyndaöri í brúðkaupinu,“ segir hann léttur. Þrátt fyrir óhappið er Þorleifur brattur. Hann segir brimbrettaiðkun skemmtilegt og spennandi sport og að dagurinn hafi verið frábær. „Brimbretti eru algjör snilld. Það var kannski full bratt að henda sér út í svona öldur í fyrsta skipti sem maður prófar þetta en fall er faraheill og það gengur bara vonandi betur næst.“ Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„Ég lít út eins og ég hafi lent í slagsmálum, en ef maður ætlar að slasast við eitthvað þá er í lagi að slasast við þetta,“ segir Þorleifur Arnarsson leikstjóri, sem lenti í brimbrettaóhappi á laugardag með þeim afleiðingum að sauma þurfti þrjú spor í andlit hans. Það voru vinir Þorleifs sem fóru með hann á brimbretti í tilefni af steggjun hans. Þorleifur vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hópur fílefldra karlmanna reif hann eldsnemma fram úr rúminu síðastliðinn laugardag, en á meðal þeirra sem tóku þátt í steggjuninni voru Símon Birgisson, menningarritstjóri DV, Ólafur Egilsson leikari, Þórlindur Kjartansson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins, og ástralski leikstjórinn, Benedict Andrews. „Ég var rifinn fram úr rúminu og það var keyrt út á Nes í Þorlákshöfn þar sem við vorum settir í blautbúning. Svo fór maður bara beint út í sjó. Höggið kom við fyrstu stóru ölduna.“ Að sögn Þorleifs voru öldurnar allt að tveggja metra háar og sjórinn töluvert úfinn þegar brettið skall skyndilega í andlitið á honum. „Það var eins og aldan hafi notað brettið eins og hafnaboltakylfu. Brettið bara flaug í andlitið á mér.“ Við höggið hlaut Þorleifur ljótan skurð á kinnbein og fór í kjölfarið á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem gert var að sárum hans. „Það var tekin ákvörðun um að fara með mig til læknis þar sem strákarnir kunnu ekki alveg við skila mér svona útlítandi til kærustunnar. Það voru saumuð þrjú spor í kinnina á mér og læknirinn sagði að ég myndi væntanlega skarta vígalegu bíómyndaöri í brúðkaupinu,“ segir hann léttur. Þrátt fyrir óhappið er Þorleifur brattur. Hann segir brimbrettaiðkun skemmtilegt og spennandi sport og að dagurinn hafi verið frábær. „Brimbretti eru algjör snilld. Það var kannski full bratt að henda sér út í svona öldur í fyrsta skipti sem maður prófar þetta en fall er faraheill og það gengur bara vonandi betur næst.“
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira