Enski boltinn

United sneri taflinu við á KC Stadium

Chris Smalling skoraði fyrsta mark Manchester United
Chris Smalling skoraði fyrsta mark Manchester United Mynd/Gettyimages
Þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir þrettán mínútur náðu lærisveinar David Moyes að snúa taflinu við og næla í þrjú stig á útivelli. United hefur unnið þrjá leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Darren Fletcher var í byrjunarliði Manchester United í fyrsta sinn í rúmlega ár og spilaði hann sextíu mínútur í leiknum.

Það byrjaði ekki vel fyrir rauðu djöflanna á KC Stadium, James Chester og David Meyler skoruðu tvö mörk fyrir heimamenn á upphafsmínútum leiksins og var United 2-0 undir eftir aðeins þréttan mínútna leik. Gestirnir voru hinsvegar fljótir að svara, Chris Smalling minnkaði muninn eftir aukaspyrnu Wayne Rooney sem var svo sjálfur á skotskónum níu mínútum síðar.

Við þetta náðu leikmenn Manchester United meiri tökum á leiknum og settu smátt og smátt meiri pressu á lið heimamanna. Sigurmarkið kom um miðbik seinni hálfleiks, þá átti Ashley Young góða sendingu inn á vítateig sem Chester skallaði undir pressu frá Rooney í eigið net.

Antonio Valencia fékk sitt annað gula spjald og var rekinn af velli í uppbótartíma. Þrátt fyrir að vera manni fleiri síðustu mínúturnar náðu heimamenn ekki að bæta við jöfnunarmarki.

Með sigrinum fer United upp fyrir Newcastle og Tottenham í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði liðin eiga hinsvegar leik til góða sem hefst klukkan þrjú og geta með sigri komist aftur upp fyrir Manchester united.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×