Enski boltinn

Sterling ákærður fyrir líkamsárás

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling.
Raheem Sterling. Mynd/Nordic Photos/Getty
Raheem Sterling, ungstirnið hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool, hefur verið ákærður fyrir líkamsárás gegn 27 ára konu í nóvember síðastliðnum en BBC segir frá þessu í dag.

Raheem Sterling varð 18 ára í desember en var 17 ára gamall þegar hann "réðst" á konuna sem fékk lítilsháttar áverka í andliti. Sterling mætti ekki í réttasalinn en lögmaður hans neitaði ásökunum fyrir hans hönd.

Málið verður tekið fyrir 22. febrúar næstkomandi. Lögmaður Raheem Sterling sagði að skjólstæðingur sinn væri saklaus og félagið myndi styðja hann í þessu leiðindamáli.

Raheem Sterling hefur slegið í gegn á þessu tímabili og spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir England á móti Svíþjóð í nóvember eða aðeins nokkrum dögum eftir umrædda árás.



Mynd/Nordic Photos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×