Nexus víkur fyrir hóteli Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. júní 2013 17:07 Gísli hefur verið með Nexus á Hverfisgötunni í átján ár. Sérvöruverslunin Nexus yfirgefur Hverfisgötu í ágúst eftir 18 ára veru þar, og mun hótel rísa í stað verslunarinnar á gamla staðnum. „Við erum búnir að prófa allar mögulega uppfærslur af búðinni í þessu húsnæði,“ segir Gísli Einarsson, eigandi verslunarinnar sem flytur nú í nýtt húsnæði í Nóatúni. „Það hefur staðið til lengi að rífa þetta hús og reisa einhvers konar stórhýsi í staðinn. Við vissum þetta strax árið 2008, en svo kom kreppan og setti bremsuna á allar svona framkvæmdir. Við fengum því meiri tíma hér og ákváðum að nýta hann eins lengi og við gætum, en nú er semsagt komið að þetta hús verður rifið og það kemur hótel í staðinn.“ Gísli hefur ekki áhyggjur af því að kúnnahópurinn minnki við flutningana. „Þegar ég valdi þennan stað upphaflega voru tvær ástæður fyrir því. Að vera stutt frá Hlemmi til þess að allir krakkar og unglingar í úthverfunum gætu hoppað í strætó og stokkið beint í Nexus. Síðan er þetta einn af mjög fáum stöðum í miðbænum sem er með nóg af bílastæðum. Á þessum átján árum hefur samt mikið breyst, og mjög margir viðskiptavinir okkar koma á bíl. Þeir sem eru að koma labbandi, þetta eru þá bara 700 metrum lengra frá Hlemmi fyrir þá.“ Mikil umræða hefur verið undanfarið um lokun ýmissa staða í miðbænum vegna fyrirhugaðs hótelreksturs, og eru ekki allir sáttir við þróun mála. Gísli er þó ekki á því að fjörið sé á leiðinni úr miðbænum þó Nexus flytji. „Verður miðbærinn ekki bara að stækka? Ef það þarf að koma öllum ferðamönnunum fyrir og okkur Reykvíkingum líka, þá verður hann kannski bara að teygja sig austur í túnin og vestur í höfnina.“Nexus flytur í þetta húsnæði í Nóatúni, og verður nýja verslunin mun stærri en sú gamla að sögn Gísla. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Sérvöruverslunin Nexus yfirgefur Hverfisgötu í ágúst eftir 18 ára veru þar, og mun hótel rísa í stað verslunarinnar á gamla staðnum. „Við erum búnir að prófa allar mögulega uppfærslur af búðinni í þessu húsnæði,“ segir Gísli Einarsson, eigandi verslunarinnar sem flytur nú í nýtt húsnæði í Nóatúni. „Það hefur staðið til lengi að rífa þetta hús og reisa einhvers konar stórhýsi í staðinn. Við vissum þetta strax árið 2008, en svo kom kreppan og setti bremsuna á allar svona framkvæmdir. Við fengum því meiri tíma hér og ákváðum að nýta hann eins lengi og við gætum, en nú er semsagt komið að þetta hús verður rifið og það kemur hótel í staðinn.“ Gísli hefur ekki áhyggjur af því að kúnnahópurinn minnki við flutningana. „Þegar ég valdi þennan stað upphaflega voru tvær ástæður fyrir því. Að vera stutt frá Hlemmi til þess að allir krakkar og unglingar í úthverfunum gætu hoppað í strætó og stokkið beint í Nexus. Síðan er þetta einn af mjög fáum stöðum í miðbænum sem er með nóg af bílastæðum. Á þessum átján árum hefur samt mikið breyst, og mjög margir viðskiptavinir okkar koma á bíl. Þeir sem eru að koma labbandi, þetta eru þá bara 700 metrum lengra frá Hlemmi fyrir þá.“ Mikil umræða hefur verið undanfarið um lokun ýmissa staða í miðbænum vegna fyrirhugaðs hótelreksturs, og eru ekki allir sáttir við þróun mála. Gísli er þó ekki á því að fjörið sé á leiðinni úr miðbænum þó Nexus flytji. „Verður miðbærinn ekki bara að stækka? Ef það þarf að koma öllum ferðamönnunum fyrir og okkur Reykvíkingum líka, þá verður hann kannski bara að teygja sig austur í túnin og vestur í höfnina.“Nexus flytur í þetta húsnæði í Nóatúni, og verður nýja verslunin mun stærri en sú gamla að sögn Gísla.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira