Handtökuskipun breytir engu um afstöðu íslenskra stjórnvalda Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. júní 2013 19:57 Ákæra bandarískra stjórnvalda á hendur uppljóstraranum Edward Snowden og handtökuskipun breyta engu um afstöðu íslenskra stjórnvalda til málsins. Enn hefur engin formleg beiðni borist frá honum um að fá hæli hér á landi. Snowden hefur farið huldu höfði í Hong Kong síðan hann ljóstraði upp um söfnun bandarískra stjórnvalda á kerfisbundinn hátt á síma- og netnokun fjölda fólks. Í gær gáfu bandarísk stjórnvöld út ákæru á hendur honum fyrir njósnir og þjófnað og misnotkun á eigum ríkisins. Þau hafa farið fram á það við yfirvöld í Hong Kong að þau handtaki Snowden en framsalssamingur er í gildi á milli landanna tveggja. Yfirvöld í Hong Kong vilja ekkert gefa upp um hvort að orðið verði við beiðninni. Ljóst er að ef Snowden verður handtekinn þá getur liðið langur tími þar til hann verður sendur úr landi. Snowden hefur sagt að hann hafi áhuga á því að koma hingað til lands. Bæði Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri-grænna og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vilja að Alþingi fjalli um málefni Snowden og njósnir Bandaríkjamanna. Enn hefur engin formleg beiðni hefur borist frá Snowden um að fá pólitískt hæli hér á landi. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í vikunni að hún yrði að berast svo hægt væri að fjalla um málið. Hann fengi enga sérmeðferð hjá íslenskum stjórnvöldum. Ekki fékkst viðtal við ráðherrann í dag en í samtali við fréttastofu sagði aðstoðarkona hennar Þórey Vilhjálmsdóttir að ákæra á hendur Snowden breytti ekki afstöðu ráðherrans í málinu. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Ákæra bandarískra stjórnvalda á hendur uppljóstraranum Edward Snowden og handtökuskipun breyta engu um afstöðu íslenskra stjórnvalda til málsins. Enn hefur engin formleg beiðni borist frá honum um að fá hæli hér á landi. Snowden hefur farið huldu höfði í Hong Kong síðan hann ljóstraði upp um söfnun bandarískra stjórnvalda á kerfisbundinn hátt á síma- og netnokun fjölda fólks. Í gær gáfu bandarísk stjórnvöld út ákæru á hendur honum fyrir njósnir og þjófnað og misnotkun á eigum ríkisins. Þau hafa farið fram á það við yfirvöld í Hong Kong að þau handtaki Snowden en framsalssamingur er í gildi á milli landanna tveggja. Yfirvöld í Hong Kong vilja ekkert gefa upp um hvort að orðið verði við beiðninni. Ljóst er að ef Snowden verður handtekinn þá getur liðið langur tími þar til hann verður sendur úr landi. Snowden hefur sagt að hann hafi áhuga á því að koma hingað til lands. Bæði Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri-grænna og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vilja að Alþingi fjalli um málefni Snowden og njósnir Bandaríkjamanna. Enn hefur engin formleg beiðni hefur borist frá Snowden um að fá pólitískt hæli hér á landi. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í vikunni að hún yrði að berast svo hægt væri að fjalla um málið. Hann fengi enga sérmeðferð hjá íslenskum stjórnvöldum. Ekki fékkst viðtal við ráðherrann í dag en í samtali við fréttastofu sagði aðstoðarkona hennar Þórey Vilhjálmsdóttir að ákæra á hendur Snowden breytti ekki afstöðu ráðherrans í málinu.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira