Enski boltinn

Björn Bergmann og félagar töpuðu enn einum leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Björn Bergmann Sigurðarson spilaði fyrstu 77 mínúturnar þegar Wolves tapaði 2-1 á útivelli á móti Leicester City í ensku b-deildinni í kvöld. Úlfarnir hafa nú aðeins náð í tvö stig út úr síðustu sex deildarleikjum sínum.

David Nugent skoraði sigurmark Leicester átján mínútum fyrir leikslok en Bakary Sako hafði jafnað fyrir Úlfanna í byrjun seinni hálfleik eftir að Anthony Knockaert kom Leicester-liðinu yfir á 24. mínútu leiksins.

Björn Bergmann var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu á þessu ári en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann kom inn á sem varamaður um síðustu helgi þegar liðið tapaði á móti Blackpool á heimavelli og fékk tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×