Enski boltinn

Santos lofar að standa sig betur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Santos í leiknum í gær.
Santos í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Andre Santos, leikmaður Arsenal, viðurkennir að hann hafi ekki verið upp á sitt besta að undanförnu og lofar bót og betrun.

Santos er einn allra umdeildasti leikmaður Arsenal þetta tímabilið og ekki hjálpaði til þegar hann bað Robin van Persie, leikmann Manchester Unietd, um að býtta á treyjum við sig í hálfleik þegar liðin mættust fyrr á tímabilinu.

Hann kom inn á sem varamaður þegar að Kieran Gibbs meiddist í 2-2 jafntefli Arsenal og Liverpool í gær.

„Ég þakka öllum þeim stuðningsmönnum sem styðja mig. Ég mun, hægt og rólega, komast aftur í mitt besta form," skrifaði hann á Twitter-síðu sína í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×