Enski boltinn

Rooney-vændiskonan sér eftir öllu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Jenny Thompson, vændiskonan sem öðlaðist frægð fyrir að sænga hjá knattspyrnustjörnunni Wayne Rooney, sér nú eftir öllu saman.

Thompson, sem er 23 ára gömul, hefur nú snúið við blaðinu en hún eignaðist nýverið barn. „Ég fann fyrir gríðarlegri sektarkennd vegna þess sem ég gerði á hlut Coleen," sagði hún í löngu viðtali við The Sun.

Coleen er eiginkona Rooney en hún var ófrísk af fyrra barni þeirra þegar Rooney á að hafa greitt Thompson 1200 pund fyrir þjónustu hennar sem vændiskonu.

„Ég réttlætti þetta með því að segja sjálfri mér að þetta væri bara vinnan mín. En mér leið hræðilega yfir því að hafa rifið þessa fjölskyldu í sundur."

Thompson komst svo aftur í fréttirnar í ágúst síðastliðnum þegar greint var frá sambandi hennar við Mario Balotelli, þáverandi leikmann Manchester City.

Í viðtalinu lýsir hún einnig að hún hafi mátt þola mikla niðurlægingu eftir að upp komst um framhjáhald Wayne Rooney með henni og að botninum hafi náð þegar hún reyndi að svipta sig lífi árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×