Enski boltinn

Sir Alex: Mér er alveg sama um hvað Rafa segir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Ferguson og Rafael Benitez.
Alex Ferguson og Rafael Benitez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er mættur til Englands á ný eftir nokkra daga æfingaferð í Katar og var mættur á blaðamannafund í morgun í tilefni af bikarleik Manchester United á móti Fulham á morgun.

Alex Ferguson hafði engan áhuga á því að tjá sig um þær fullyrðingar Rafael Benitez, stjóra Chelsea, að Ferguson hefði sterk áhrif innan enska fótboltasambandsins.

„Mér er alveg sama um hvað Rafa segir ef ég segi alveg eins og er. Ég þarf að hugsa um mikilvægari hluti," sagði Sir Alex Ferguson.

Ferguson var heldur ekki tilbúinn að tala um gagnrýni manna á markvörðinn hans David De Gea en Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United, fór mikinn í gagnrýni sinni eftir að mistök Spánverjans kostuðu liðið sigur á móti Tottenham á sunnudaginn var.

„Ég ætlað ekki að blanda mér í þá umræðu. Maður þarf víst hlusta á nokkra vitleysinga tjá um sig fótbolta," sagði Sir Alex Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×