Enski boltinn

Remy spilaði ekki vegna meiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Remy fagnar marki sínu gegn West Ham þann 19. janúar.
Remy fagnar marki sínu gegn West Ham þann 19. janúar. Nordic Photos / Getty Images
Loic Remy missti af leik QPR og Norwich í dag vegna nárameiðsla. Þetta staðfesti Harry Redknapp, stjóri liðsins, eftir leikinn í dag.

Remy kom til QPR frá Marseille í síðasta mánuði fyrir átta milljónir punda og skoraði í frumraun sinni með liðinu.

„Hann reif vöðva í nára á æfingu í gær. Ég hef ekki hugmynd um hversu lengi hann verður frá," sagði Redknapp.

„Þetta gerðist á síðustu mínútu æfingarinnar. Við verðum að bíða og sjá hvernig hann verður á mánudaginn og ákveða svo framhaldið."


Tengdar fréttir

Fjórða jafntefli QPR í röð

QPR situr sem fastast í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið gerði í dag markalaust jafntefli við Norwich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×