Enski boltinn

West Ham mun kaupa Carroll í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Sullivan, annar eiganda West Ham, segir að félagið muni ganga frá kaupum á Andy Carroll frá Liverpool í sumar.

Carroll kom til Liverpool frá Newcastle fyrir 35 milljónir punda á sínum tíma en náði aldrei að festa sig almennilega í sessi hjá félaginu.

Brendan Rodgers tók svo við Liverpool í sumar og þá kom fljótlega í ljós að Carroll væri ekki í náðinni hjá honum.

Hann var því lánaður til West Ham og nú segir Sullivan að félagið hafi náð samkomulag við Liverpool um kaup á kappanum.

„West Ham hefur samið við Liverpool um að ganga frá kaupunum í lok tímabilsins. En það á enn eftir að semja við leikmanninn sjálfan," sagði Sullivan.

Carroll hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í vetur og aðeins náð að skora eitt mark í ellefu leikjum með West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×