Bíó og sjónvarp

Óklippt útgáfa sýnd í Berlín

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Lars kann að vekja umtal.
Lars kann að vekja umtal.
Óklippt útgáfa af kvikmyndinni Nymphomaniac Volume I verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar en hún kemur úr smiðju leikstjórans Lars Von Trier. Styttri útgáfa af myndinni verður sýnd í kvikmyndahúsum víðs vegar um heim á jóladag.

Verður þetta eina sýningin óklipptu útgáfunnar en meðal leikara eru Charlotte Gainsbourg, Stellan Skarsgard, Shia LaBeouf, Christian Slater, Jamie Bell, Uma Thurman, Willem Dafoe og Udo Kier.

Vettvangur frumsýningarinnar er í fyrrum höfuðborg þriðja ríkis Nasista og stutt frá minnisvarða um Helförina. Það gæti valdið usla ef Lars mætir því hann var bannaður á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2011 eftir að hann grínaðist með að hann væri Nasisti og að hann skildi Adolf Hitler.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×