Starfsmenn Arion banka fá 125 þúsund króna jólabónus Brjánn Jónasson skrifar 20. desember 2013 06:00 Viðskiptabankarnir gefa starfsmönnum sínum jólagjafir, en aðeins Arion Banki borgar sérstakan jólabónus. Fréttablaðið/Vilhelm Viðskipti Starfsmenn Arion banka fá 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts sem gildir í öllum verslunum. Starfsmenn annarra viðskiptabanka fá ekki slíka bónusgreiðslu. „Stjórn bankans ákvað í tilefni af þeirri viðurkenningu sem Arion banki fékk nýlega, þegar fagtímaritið The Banker, sem er útgefið af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013, að þakka starfsfólki með þessum hætti fyrir vel unnin störf á þessu ári sem og á undanförnum árum,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans. Starfsmenn bankans fá að auki körfu með ýmsu matarkyns og til heimilisins. Ekki fékkst gefið upp hver jólagjöf starfsmanna annarra banka er þetta árið. Hjá Landsbankanum, Íslandsbanka og MP Banka fengust þau svör að jólagjafir starfsmanna frá bönkunum væru innpakkaðar og margir starfsmenn opnuðu þær ekki fyrr en á aðfangadag. Svipuð svör fengust einnig við fyrirspurn Fréttablaðsins um bónusgreiðslur frá öðrum bönkum en Arion Banka. „Við greiðum bara umsamda desemberuppbót,“ segir Sigrún Eyjólfsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra MP Banka. Samherji gefur ekki upp jólabónusinn Samherji greiddi starfsmönnum sínum 378 þúsund króna jólabónus í fyrra, en ekki verður gefið upp hvort, og þá hversu háan bónus starfsmenn fá þetta árið. „Samherji gerir vel við starfsmenn sína,“ er það eina sem Margrét Ólafsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Samherja, vill segja um málið. Hún upplýsti þó að starfsmenn fái kjöt og fisk í jólagjöf. Hjá HB Granda fást þau svör að starfsmenn fái gjafabréf í jólagjöf, en ekki sé greiddur jólabónus. Fyrirtækið greiddi ekki heldur jólabónus í fyrra. Upphæð gjafabréfsins fæst ekki gefin upp. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um jólabónus hjá Síldarvinnslunni segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segist ekki vilja tjá sig um jólabónus hjá fyrirtækinu við Fréttablaðið. Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Viðskipti Starfsmenn Arion banka fá 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts sem gildir í öllum verslunum. Starfsmenn annarra viðskiptabanka fá ekki slíka bónusgreiðslu. „Stjórn bankans ákvað í tilefni af þeirri viðurkenningu sem Arion banki fékk nýlega, þegar fagtímaritið The Banker, sem er útgefið af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013, að þakka starfsfólki með þessum hætti fyrir vel unnin störf á þessu ári sem og á undanförnum árum,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans. Starfsmenn bankans fá að auki körfu með ýmsu matarkyns og til heimilisins. Ekki fékkst gefið upp hver jólagjöf starfsmanna annarra banka er þetta árið. Hjá Landsbankanum, Íslandsbanka og MP Banka fengust þau svör að jólagjafir starfsmanna frá bönkunum væru innpakkaðar og margir starfsmenn opnuðu þær ekki fyrr en á aðfangadag. Svipuð svör fengust einnig við fyrirspurn Fréttablaðsins um bónusgreiðslur frá öðrum bönkum en Arion Banka. „Við greiðum bara umsamda desemberuppbót,“ segir Sigrún Eyjólfsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra MP Banka. Samherji gefur ekki upp jólabónusinn Samherji greiddi starfsmönnum sínum 378 þúsund króna jólabónus í fyrra, en ekki verður gefið upp hvort, og þá hversu háan bónus starfsmenn fá þetta árið. „Samherji gerir vel við starfsmenn sína,“ er það eina sem Margrét Ólafsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Samherja, vill segja um málið. Hún upplýsti þó að starfsmenn fái kjöt og fisk í jólagjöf. Hjá HB Granda fást þau svör að starfsmenn fái gjafabréf í jólagjöf, en ekki sé greiddur jólabónus. Fyrirtækið greiddi ekki heldur jólabónus í fyrra. Upphæð gjafabréfsins fæst ekki gefin upp. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um jólabónus hjá Síldarvinnslunni segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segist ekki vilja tjá sig um jólabónus hjá fyrirtækinu við Fréttablaðið.
Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira