Síðasta ævintýri Hallberu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2013 08:30 Hallbera Guðný Gísladóttir. Mynd/ÓskarÓ Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur samið við toppliðið í ítölsku úrvalsdeildinni, ASD Torres sem hefur aðsetur á eynni Sardiníu. Samningurinn gildir til loka tímabilsins en þá er ætlunin að hún snúi aftur heim til Íslands og spili í Pepsi-deild kvenna. „Ég veit nú ekki mikið um ítalska boltann en ég spilaði gegn tveimur liðum frá Ítalíu með Val í Evrópukeppninni á sínum tíma. Annað þeirra var Torres og var mjög sterkt,“ sagði hún við Fréttablaðið í gær en þá var hún á heimleið eftir að hafa skrifað undir samninginn. „Hér lítur allt saman mjög vel út. Ég náði tveimur æfingum og það var gott tempó á þeim,“ segir hún en það var Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Vals, sem kom forráðamönnum Torres í sambandi við Hallberu.Höfðu samband í gegnum Val „Þeir voru að leita að kantmanni og höfðu haldið góðu sambandi við nokkra hjá Val eftir að liðin spiluðu í Evrópukeppninni. Þannig fór þetta af stað,“ segir Hallbera sem hefur síðustu tvö árin spilað með Piteå í Svíþjóð. Hún hafnaði nýju tilboði frá félaginu í haust, sem og frá öðrum liðum á Norðurlöndunum. „Svo kom þetta upp og þá ákvað ég bara að kýla á þetta – klára þennan vetur og koma svo heim. Ég er búin að ákveða að þetta verði mitt lokaævintýri í útlöndum,“ segir hún og segir ýmsar ástæður fyrir því. „Ég verð 28 ára á næsta ári og mér finnst tímabært að ég fari að koma mér almennilega fyrir á Íslandi. Þetta er ekki eins og hjá körlunum í atvinnumennskunni sem geta bara safnað peningum og keypt sér svo hús þegar heim er komið eftir ferilinn. Við stelpurnar verðum að hugsa þetta öðru vísi,“ útskýrir Hallbera og bætir við að það sé tímabært að byrja að lifa „fullorðinslífi“ eins og hún orðaði það. „Ég er sátt við að hafa prófað og ég hef lært heilmikið af þessum árum í Svíþjóð. Það voru forréttindi að geta einbeitt sér að því að spila fótbolta en ég er bara þannig gerð að ég þarf að hafa meira fyrir stafni,“ segir hún en Hallbera stefnir að því að fara í háskóla í haust.Vil koma aftur í Val Ferlinum er þó hvergi nærri lokið og stefnir hún að því að spila með landsliðinu eins lengi og það stendur henni til boða. Og hún neitar því ekki að hugurinn stefnir aftur í Val þegar heim verður komið. „Það er ekkert ákveðið enn en ég hef átt í viðræðum við Val. Ég vil gjarnan fá að koma aftur og taka minnst eitt tímabil með þessum kjarna leikmanna sem er enn hjá liðinu,“ segir Hallbera sem er uppalin Skagamær. Samningur hennar við Torres er til 1. júní en hún þarf þá að bíða til 15. júlí þar til opnað verður fyrir félagaskipti hér á landi. Hallbera heldur út strax eftir áramót og vonast til að verða komin með leikheimild þegar Torres á leik 5. janúar. Hún neitar því ekki að það sé spennandi tilhugsun að fara úr vetrarríkinu í norðurhluta Svíþjóðar í Miðjarðarhafssólina. „Þetta er ýmist í ökkla eða eyra hjá mér,“ segir hún í léttum dúr. „Það verður ágætis tilbreyting að vera ekki í frosti í mars. Þá verður örugglega komið fínasta sumarveður hér.“ Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur samið við toppliðið í ítölsku úrvalsdeildinni, ASD Torres sem hefur aðsetur á eynni Sardiníu. Samningurinn gildir til loka tímabilsins en þá er ætlunin að hún snúi aftur heim til Íslands og spili í Pepsi-deild kvenna. „Ég veit nú ekki mikið um ítalska boltann en ég spilaði gegn tveimur liðum frá Ítalíu með Val í Evrópukeppninni á sínum tíma. Annað þeirra var Torres og var mjög sterkt,“ sagði hún við Fréttablaðið í gær en þá var hún á heimleið eftir að hafa skrifað undir samninginn. „Hér lítur allt saman mjög vel út. Ég náði tveimur æfingum og það var gott tempó á þeim,“ segir hún en það var Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Vals, sem kom forráðamönnum Torres í sambandi við Hallberu.Höfðu samband í gegnum Val „Þeir voru að leita að kantmanni og höfðu haldið góðu sambandi við nokkra hjá Val eftir að liðin spiluðu í Evrópukeppninni. Þannig fór þetta af stað,“ segir Hallbera sem hefur síðustu tvö árin spilað með Piteå í Svíþjóð. Hún hafnaði nýju tilboði frá félaginu í haust, sem og frá öðrum liðum á Norðurlöndunum. „Svo kom þetta upp og þá ákvað ég bara að kýla á þetta – klára þennan vetur og koma svo heim. Ég er búin að ákveða að þetta verði mitt lokaævintýri í útlöndum,“ segir hún og segir ýmsar ástæður fyrir því. „Ég verð 28 ára á næsta ári og mér finnst tímabært að ég fari að koma mér almennilega fyrir á Íslandi. Þetta er ekki eins og hjá körlunum í atvinnumennskunni sem geta bara safnað peningum og keypt sér svo hús þegar heim er komið eftir ferilinn. Við stelpurnar verðum að hugsa þetta öðru vísi,“ útskýrir Hallbera og bætir við að það sé tímabært að byrja að lifa „fullorðinslífi“ eins og hún orðaði það. „Ég er sátt við að hafa prófað og ég hef lært heilmikið af þessum árum í Svíþjóð. Það voru forréttindi að geta einbeitt sér að því að spila fótbolta en ég er bara þannig gerð að ég þarf að hafa meira fyrir stafni,“ segir hún en Hallbera stefnir að því að fara í háskóla í haust.Vil koma aftur í Val Ferlinum er þó hvergi nærri lokið og stefnir hún að því að spila með landsliðinu eins lengi og það stendur henni til boða. Og hún neitar því ekki að hugurinn stefnir aftur í Val þegar heim verður komið. „Það er ekkert ákveðið enn en ég hef átt í viðræðum við Val. Ég vil gjarnan fá að koma aftur og taka minnst eitt tímabil með þessum kjarna leikmanna sem er enn hjá liðinu,“ segir Hallbera sem er uppalin Skagamær. Samningur hennar við Torres er til 1. júní en hún þarf þá að bíða til 15. júlí þar til opnað verður fyrir félagaskipti hér á landi. Hallbera heldur út strax eftir áramót og vonast til að verða komin með leikheimild þegar Torres á leik 5. janúar. Hún neitar því ekki að það sé spennandi tilhugsun að fara úr vetrarríkinu í norðurhluta Svíþjóðar í Miðjarðarhafssólina. „Þetta er ýmist í ökkla eða eyra hjá mér,“ segir hún í léttum dúr. „Það verður ágætis tilbreyting að vera ekki í frosti í mars. Þá verður örugglega komið fínasta sumarveður hér.“
Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira