„Þetta var mikið áfall fyrir okkur alla“ Eiríkur Stefán Asgeirsson skrifar 13. desember 2013 06:45 Hannes Þ. Sigurðsson fagnar hér marki í leik með Grödig í Austurríki. Á ýmsu hefur gengið hjá Hannesi Þ. Sigurðssyni sem er nú á sínu fyrsta tímabili með SV Grödig í austurrísku úrvalsdeildinni. Gengi liðsins hefur verið vonum framar en það situr í öðru sæti deildarinnar nú þegar mótið er hálfnað. Á dögunum kom þó í ljós að leikmaður liðsins hafi reynt að hagræða úrslitum leikja í hagnaðarskyni. „Það átti enginn von á þessu. Þetta var mikið áfall fyrir okkur alla,“ segir Hannes í samtali við Fréttablaðið. „Við erum með lítinn en samheldinn hóp leikmanna og það var reiðarslag að fá þær fréttir að einn okkar hafði unnið markvisst gegn okkur,“ bætir hann við. SV Grödig er nýliði í deildinni og raunar að spila í efstu deild í Austurríki í fyrsta sinn í 65 ára sögu félagsins. Fyrir tíu árum var liðið í neðstu deild austurríska boltans en uppgangur þess síðan þá hefur verið með ólíkindum. „Núverandi forseti félagsins tók við fyrir tíu árum og hefur rekið félagið síðan þá með syni sínum með góðum árangri. Þeir komu vitaskuld með pening í reksturinn en það þarf meira til, eins og rétta þjálfara og leikmenn. Þeir hafa unnið afar hörðum höndum að uppbyggingu félagsins og starfið verið afar metnaðarfullt,“ segir Hannes.Gaf andstæðingunum víti Dominique Taboga heitir leikmaðurinn sem var rekinn frá SV Grödig fyrir veðmálabraskið. Hann er varnarmaður sem reyndi að hafa áhrif á úrslit leikja liðsins með beinum hætti. „Ég hef reynt að forðast fjölmiðlaumfjöllun um málið en það sem ég hef séð bendir flest til þess að hann hafi viljandi reynt að fá á sig víti hér og þar. Hann var í góðri aðstöðu til þess sem aftasti varnarmaður,“ segir Hannes. „Það segir því töluvert mikið um liðið og árangur þess að við erum þrátt fyrir allt í öðru sæti deildarinnar,“ bætir hann við.Alvarlegur dómgreindarskortur Nokkrum dögum eftir að Taboga var rekinn fékk annar leikmaður SV Grödig að fylgja sömu leið. Í ljós kom að Taboga hafi reynt að fá annan leikmann, Thomas Zündel, til liðs við sig í braskinu. Zündel hafnaði boðinu en gerði þau afdrifaríku mistök að láta ekki forráðamenn félagsins vita af því. „Zündel tók því engan þátt í þessu en gerðist engu að síður sekur um alvarlegan dómgreindarskort. Hann verður að gjalda fyrir það og það hefur jafnvel kostað hann ferilinn. Þetta er góður drengur og fínn knattspyrnumaður. Við söknum hans,“ segir Hannes.Fékk nýtt hlutverk í liðinu Taboga situr nú í gæsluvarðhaldi og á yfir höfði sér langan fangelsisdóm verði hann fundinn sekur – allt að tíu ár, Enda er málið litið alvarlegum augum. Sem fyrr segir hefur málið ekki haft áhrif á gengi liðsins. Það vann 3-0 sigur á Ried um helgina en þar með skaust liðið upp í annað sæti úr því fjórða. Hannes fékk tækifæri í byrjunarliðinu í annað sinn á tímabilinu og nýtti það vel. „Okkar fremsti sóknarmaður hefur verið að spila mjög vel og er markahæstur í deildinni með fimmtán mörk. Maður gat því lítið kvartað yfir bekkjarsetunni. En gegn Ried spilaði ég sem fremsti maður á miðju og gekk það mjög vel,“ segir Hannes sem var þó tæklaður illa í fyrri hálfleik og entist í aðeins 60 mínútur í leiknum af þeim sökum. „Það hefur verið talsvert um meiðsli í liðinu í haust og því vil ég ólmur ná mér góðum fyrir næsta leik,“ bætir Hannes við.Sérstaklega sætur sigur Hann segir að hneykslið sem skók félagið hafi þjappað leikmönnum enn betur saman, þó svo að hópurinn hafi verið samheldinn fyrir. „Sigurinn á Ried var afar kærkominn, sérstaklega þar sem hann var gegn öðru liði í efri hluta deildarinnar. Þetta var líka þriðji leikur okkar á átta dögum og búið að ganga á ýmsu þar fyrir utan. Það hefur reynt mikið á alla hjá félaginu og því var sigurinn ef til vill sérstaklega sætur.“ Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti Fleiri fréttir Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sjá meira
Á ýmsu hefur gengið hjá Hannesi Þ. Sigurðssyni sem er nú á sínu fyrsta tímabili með SV Grödig í austurrísku úrvalsdeildinni. Gengi liðsins hefur verið vonum framar en það situr í öðru sæti deildarinnar nú þegar mótið er hálfnað. Á dögunum kom þó í ljós að leikmaður liðsins hafi reynt að hagræða úrslitum leikja í hagnaðarskyni. „Það átti enginn von á þessu. Þetta var mikið áfall fyrir okkur alla,“ segir Hannes í samtali við Fréttablaðið. „Við erum með lítinn en samheldinn hóp leikmanna og það var reiðarslag að fá þær fréttir að einn okkar hafði unnið markvisst gegn okkur,“ bætir hann við. SV Grödig er nýliði í deildinni og raunar að spila í efstu deild í Austurríki í fyrsta sinn í 65 ára sögu félagsins. Fyrir tíu árum var liðið í neðstu deild austurríska boltans en uppgangur þess síðan þá hefur verið með ólíkindum. „Núverandi forseti félagsins tók við fyrir tíu árum og hefur rekið félagið síðan þá með syni sínum með góðum árangri. Þeir komu vitaskuld með pening í reksturinn en það þarf meira til, eins og rétta þjálfara og leikmenn. Þeir hafa unnið afar hörðum höndum að uppbyggingu félagsins og starfið verið afar metnaðarfullt,“ segir Hannes.Gaf andstæðingunum víti Dominique Taboga heitir leikmaðurinn sem var rekinn frá SV Grödig fyrir veðmálabraskið. Hann er varnarmaður sem reyndi að hafa áhrif á úrslit leikja liðsins með beinum hætti. „Ég hef reynt að forðast fjölmiðlaumfjöllun um málið en það sem ég hef séð bendir flest til þess að hann hafi viljandi reynt að fá á sig víti hér og þar. Hann var í góðri aðstöðu til þess sem aftasti varnarmaður,“ segir Hannes. „Það segir því töluvert mikið um liðið og árangur þess að við erum þrátt fyrir allt í öðru sæti deildarinnar,“ bætir hann við.Alvarlegur dómgreindarskortur Nokkrum dögum eftir að Taboga var rekinn fékk annar leikmaður SV Grödig að fylgja sömu leið. Í ljós kom að Taboga hafi reynt að fá annan leikmann, Thomas Zündel, til liðs við sig í braskinu. Zündel hafnaði boðinu en gerði þau afdrifaríku mistök að láta ekki forráðamenn félagsins vita af því. „Zündel tók því engan þátt í þessu en gerðist engu að síður sekur um alvarlegan dómgreindarskort. Hann verður að gjalda fyrir það og það hefur jafnvel kostað hann ferilinn. Þetta er góður drengur og fínn knattspyrnumaður. Við söknum hans,“ segir Hannes.Fékk nýtt hlutverk í liðinu Taboga situr nú í gæsluvarðhaldi og á yfir höfði sér langan fangelsisdóm verði hann fundinn sekur – allt að tíu ár, Enda er málið litið alvarlegum augum. Sem fyrr segir hefur málið ekki haft áhrif á gengi liðsins. Það vann 3-0 sigur á Ried um helgina en þar með skaust liðið upp í annað sæti úr því fjórða. Hannes fékk tækifæri í byrjunarliðinu í annað sinn á tímabilinu og nýtti það vel. „Okkar fremsti sóknarmaður hefur verið að spila mjög vel og er markahæstur í deildinni með fimmtán mörk. Maður gat því lítið kvartað yfir bekkjarsetunni. En gegn Ried spilaði ég sem fremsti maður á miðju og gekk það mjög vel,“ segir Hannes sem var þó tæklaður illa í fyrri hálfleik og entist í aðeins 60 mínútur í leiknum af þeim sökum. „Það hefur verið talsvert um meiðsli í liðinu í haust og því vil ég ólmur ná mér góðum fyrir næsta leik,“ bætir Hannes við.Sérstaklega sætur sigur Hann segir að hneykslið sem skók félagið hafi þjappað leikmönnum enn betur saman, þó svo að hópurinn hafi verið samheldinn fyrir. „Sigurinn á Ried var afar kærkominn, sérstaklega þar sem hann var gegn öðru liði í efri hluta deildarinnar. Þetta var líka þriðji leikur okkar á átta dögum og búið að ganga á ýmsu þar fyrir utan. Það hefur reynt mikið á alla hjá félaginu og því var sigurinn ef til vill sérstaklega sætur.“
Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti Fleiri fréttir Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sjá meira