„Hann hefði fengið hnefa í andlitið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2013 10:00 Jóhann Berg hefur skorað fimm mörk í Evrópudeildinni, tvö í hollensku deildinni, eitt í bikarnum fyrir utan þrennuna með landsliðinu gegn Svisslendingum í Bern. Hér fagnar hann markinu á fimmtudag. Nordicphotos/Getty „Ég er eitthvað sérstaklega góður á fimmtudögum. Það eru mínir dagar og hafa góð áhrif á mig,“ segir landsliðsmaðurinn eldhressi Jóhann Berg Guðmundsson. Kópavogsbúinn uppaldi var enn eina ferðina á skotskónum með AZ Alkmaar í 2-0 sigri á Maccabi Haifa í riðlakeppni Evrópudeildar á fimmtudag í síðustu viku. Jóhann Berg viðurkennir að hann skilji nú ekki alveg hvaðan mörkin í Evrópudeildinni koma. Hann fagni þeim hins vegar og þau séu í takt við tímabilið sem hafi verið sérstaklega gott fyrir sig og liðið. „Ég er búinn að spila mjög vel og vera í hlutverki í landsliðinu,“ segir Jóhann Berg sem bendir á að þjálfaraskiptin hjá hollenska félaginu í október hafi reynst sér vel. Þá tók reynsluboltinn Dick Advocaat við af Gertjan Verbeek. „Verbeek gerði fína hluti fyrir klúbbinn er var ekki minn tebolli. Eftir að Dick kom inn þá hefur allt breyst. Hvernig hann ræðir við mann, hrósar manni og allt er á mannlegum nótum.“ Kantmaðurinn viðurkennir að dagarnir eftir tap íslenska landsliðsins í Króatíu hafi verið erfiðir. Strákarnir okkar töpuðu á þriðjudagskvöldi og Jóhann Berg var svo mættur til æfinga á fimmtudegi hjá AZ. Greinilegt var að úrslit leiksins sátu í honum.Mikill pirringur á æfingu „Ég var mjög pirraður á æfingunni og Dick sá það. Hann kom til mín og sagði að ég mætti vera pirraður þann daginn. Á æfingunni daginn eftir þyrfti ég að vera byrjaður að einbeita mér að leiknum um helgina.“ Jóhann Berg viðurkennir að hann hafi varið miklum tíma í að velta fyrir sér hvað miður fór í Zagreb. „Hefðum við haldið stöðunni 1-0 aðeins lengur hefði allt getað gerst. Það er aðalsvekkelsið,“ segir Jóhann Berg. Eins og alþjóð veit voru strákarnir okkar manni fleiri frá 38. mínútu þegar Króatar höfðu forystu, 1-0. Mark heimamanna í upphafi síðari hálfleiks gerði út um leikinn. „Hefðum við haldið 1-0 hefði gripið um sig örvænting hjá þeim. Við hefðum bara þurft eitt mark og verið komnir á HM.“ Einn Íslendingur verður þó að óbreyttu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Aron Jóhannsson, liðsfélagi Jóhanns Berg hjá AZ, valdi sem frægt er orðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann hefur verið í hópnum hjá liðinu í undanförnum verkefnum og flestir reikna með honum í lokahópnum næsta sumar eins og staðan er í dag. En hvernig tók Aron á móti Jóhanni við komuna frá Zagreb? „Ég fékk að gráta aðeins á öxlinni á honum. Hann fór ekkert að minna mig á að hann væri á leiðinni á HM en ekki ég,“ segir Jóhann léttur. „Hann fengi einn hnefa í andlitið ef hann byrjaði á því.“ Greinilega fer vel á með Íslendingunum hjá AZ og Jóhann Berg viðurkennir að Aron hafi skotið einu og einu skoti á sig vegna ólíkrar stöðu þeirra gagnvart stórmótinu næsta sumar. „Það er ekkert alvarlegt og ég tek því. Það verður gaman fyrir hann að fá vonandi að vera með á þessu móti. Það er örugglega ekkert skemmtilegra en að spila á HM.“Mynd/VilhelmOkkar markahæstu í Evrópudeildinni Jóhann Berg Guðmundsson hefur skorað flest mörk Íslendinga í Evrópudeildinni á einu tímabili með mörkum sínum fimm í haust. Næstmarkahæstu Íslendingarnir í keppninni eru góðir kunningjar Jóhanns Berg úr landsliðinu en einnig úr félagsliðum. Gylfi Þór Sigurðsson, sem lék með Jóhanni Berg í yngri flokkum Breiðabliks, skoraði þrjú mörk með Tottenham í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Mörkin skoraði Hafnfirðingurinn uppaldi í ellefu leikjum. Fyrst í 1-1 jafntefli Tottenham gegn Maribor, svo í 3-0 sigri á Inter og loks í 2-2 jafntefli gegn Basel. Kolbeinn Sigþórsson, sem spilaði við hlið Jóhanns Berg hjá AZ Alkmaar um tíma, skoraði einmitt þrjú mörk með AZ í Evrópudeildinni leiktíðina 2010-2011. Tímabilið var hans fyrsta með aðalliði félagsins. Öll mörkin komu gegn hvít-rússneska liðinu Bate Borisov í tveimur leikjum í riðlakeppninni.Markahæstir hvor í sinni keppni Aron Jóhannsson og Jóhann Berg hafa verið í aðalhlutverki hjá AZ Alkmaar það sem af er tímabili. Aron hefur verið afar iðinn við kolann við markaskorun í hollensku deildinni á meðan Jóhann Berg hefur skorað flest marka liðsins í Evrópudeildinni.AronHollenska deildin 14 leikir / 10 mörkEvrópudeildin 7 leikir / 1 markJóhann BergHollenska deildin 14 leikir / 2 mörkEvrópudeildin 7 leikir / 5 mörk Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Sjá meira
„Ég er eitthvað sérstaklega góður á fimmtudögum. Það eru mínir dagar og hafa góð áhrif á mig,“ segir landsliðsmaðurinn eldhressi Jóhann Berg Guðmundsson. Kópavogsbúinn uppaldi var enn eina ferðina á skotskónum með AZ Alkmaar í 2-0 sigri á Maccabi Haifa í riðlakeppni Evrópudeildar á fimmtudag í síðustu viku. Jóhann Berg viðurkennir að hann skilji nú ekki alveg hvaðan mörkin í Evrópudeildinni koma. Hann fagni þeim hins vegar og þau séu í takt við tímabilið sem hafi verið sérstaklega gott fyrir sig og liðið. „Ég er búinn að spila mjög vel og vera í hlutverki í landsliðinu,“ segir Jóhann Berg sem bendir á að þjálfaraskiptin hjá hollenska félaginu í október hafi reynst sér vel. Þá tók reynsluboltinn Dick Advocaat við af Gertjan Verbeek. „Verbeek gerði fína hluti fyrir klúbbinn er var ekki minn tebolli. Eftir að Dick kom inn þá hefur allt breyst. Hvernig hann ræðir við mann, hrósar manni og allt er á mannlegum nótum.“ Kantmaðurinn viðurkennir að dagarnir eftir tap íslenska landsliðsins í Króatíu hafi verið erfiðir. Strákarnir okkar töpuðu á þriðjudagskvöldi og Jóhann Berg var svo mættur til æfinga á fimmtudegi hjá AZ. Greinilegt var að úrslit leiksins sátu í honum.Mikill pirringur á æfingu „Ég var mjög pirraður á æfingunni og Dick sá það. Hann kom til mín og sagði að ég mætti vera pirraður þann daginn. Á æfingunni daginn eftir þyrfti ég að vera byrjaður að einbeita mér að leiknum um helgina.“ Jóhann Berg viðurkennir að hann hafi varið miklum tíma í að velta fyrir sér hvað miður fór í Zagreb. „Hefðum við haldið stöðunni 1-0 aðeins lengur hefði allt getað gerst. Það er aðalsvekkelsið,“ segir Jóhann Berg. Eins og alþjóð veit voru strákarnir okkar manni fleiri frá 38. mínútu þegar Króatar höfðu forystu, 1-0. Mark heimamanna í upphafi síðari hálfleiks gerði út um leikinn. „Hefðum við haldið 1-0 hefði gripið um sig örvænting hjá þeim. Við hefðum bara þurft eitt mark og verið komnir á HM.“ Einn Íslendingur verður þó að óbreyttu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Aron Jóhannsson, liðsfélagi Jóhanns Berg hjá AZ, valdi sem frægt er orðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann hefur verið í hópnum hjá liðinu í undanförnum verkefnum og flestir reikna með honum í lokahópnum næsta sumar eins og staðan er í dag. En hvernig tók Aron á móti Jóhanni við komuna frá Zagreb? „Ég fékk að gráta aðeins á öxlinni á honum. Hann fór ekkert að minna mig á að hann væri á leiðinni á HM en ekki ég,“ segir Jóhann léttur. „Hann fengi einn hnefa í andlitið ef hann byrjaði á því.“ Greinilega fer vel á með Íslendingunum hjá AZ og Jóhann Berg viðurkennir að Aron hafi skotið einu og einu skoti á sig vegna ólíkrar stöðu þeirra gagnvart stórmótinu næsta sumar. „Það er ekkert alvarlegt og ég tek því. Það verður gaman fyrir hann að fá vonandi að vera með á þessu móti. Það er örugglega ekkert skemmtilegra en að spila á HM.“Mynd/VilhelmOkkar markahæstu í Evrópudeildinni Jóhann Berg Guðmundsson hefur skorað flest mörk Íslendinga í Evrópudeildinni á einu tímabili með mörkum sínum fimm í haust. Næstmarkahæstu Íslendingarnir í keppninni eru góðir kunningjar Jóhanns Berg úr landsliðinu en einnig úr félagsliðum. Gylfi Þór Sigurðsson, sem lék með Jóhanni Berg í yngri flokkum Breiðabliks, skoraði þrjú mörk með Tottenham í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Mörkin skoraði Hafnfirðingurinn uppaldi í ellefu leikjum. Fyrst í 1-1 jafntefli Tottenham gegn Maribor, svo í 3-0 sigri á Inter og loks í 2-2 jafntefli gegn Basel. Kolbeinn Sigþórsson, sem spilaði við hlið Jóhanns Berg hjá AZ Alkmaar um tíma, skoraði einmitt þrjú mörk með AZ í Evrópudeildinni leiktíðina 2010-2011. Tímabilið var hans fyrsta með aðalliði félagsins. Öll mörkin komu gegn hvít-rússneska liðinu Bate Borisov í tveimur leikjum í riðlakeppninni.Markahæstir hvor í sinni keppni Aron Jóhannsson og Jóhann Berg hafa verið í aðalhlutverki hjá AZ Alkmaar það sem af er tímabili. Aron hefur verið afar iðinn við kolann við markaskorun í hollensku deildinni á meðan Jóhann Berg hefur skorað flest marka liðsins í Evrópudeildinni.AronHollenska deildin 14 leikir / 10 mörkEvrópudeildin 7 leikir / 1 markJóhann BergHollenska deildin 14 leikir / 2 mörkEvrópudeildin 7 leikir / 5 mörk
Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Sjá meira