Snýst ekki um einn mann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Geir Þorsteinsson er hér á milli þeirra Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar, þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu. fréttablaðið/Daníel „Samningurinn var algjörlega innan þeirra marka sem stjórn KSÍ ákvað,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ á blaðamannafundi í gær þar sem Knattspyrnusamband Íslands gekk frá samningum við tvo landsliðsþjálfara. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck þjálfa liðið í sameiningu í undankeppni EM 2016 en svo mun Heimir taka við liðinu í framhaldinu. Heimir Hallgrímsson er nú kominn í fullt starf hjá sambandinu og Geir játti því að kostnaðurinn við liðið yrði nú meiri. Ákvörðunin var hins vegar ekki erfið. „Við í stjórninni höfum sjaldan átt jafn auðvelt með að taka ákvörðun um landsliðsþjálfara,“ sagði Geir. Heimir er 46 ára gamall og hefur verið aðstoðarmaður Lars Lagerbäck frá fyrsta degi. „Ég er að sjálfsögðu ákaflega stoltur yfir því trausti sem ég fæ. Ég lít svo á að ég hafi verið að gera góða hluti. Við höfum unnið góðan grunn. Sjáum að hann er góður bæði innan vallar og utan. Við getum byggt ofan á hann á næstu árum,“ sagði Heimir á fundinum. „Ég hef lært margt á þessum tveimur árum og mun læra mikið á næstu tveimur,“ segir Heimir. Hann segir að það fari varla framhjá neinum hvernig persóna Svíinn sé. „Hann er auðmjúkur og gefur mikið af sér. Hann hefur alltaf látið mér líða vel og finnast ég vera svaka merkilegur,“ sagði Heimir léttur að vanda.Lars hefur alltaf verið duglegur að hrósa Heimi fyrir hans starf. „Til langs tíma hefur KSÍ tekið góða ákvörðun. Bæði leikmenn og KSÍ vita hvað framundan er. Það er gott mál. Fjögur augu sjá betur,“ sagði Lars Lagerbäck í gær en það er að heyra á honum að hann líti á þetta sem svanasönginn sinn á þjálfaraferlinum. „Á mínum aldri mun ég líklega hætta að loknu þessu verkefni,“ sagði Lagerbäck en Heimir var fljótur að skjóta inn í: „Þú sagðir það líka fyrir tveimur árum.“ Lars Lagerbäck byrjaði landsliðsþjálfaraferilinn við hlið Tommys Söderberg en þeir voru saman með sænska landsliðið frá 2000 til 2004 og komu liðinu á tvö stórmót í röð. „Þegar við Tommy tókum við liðinu saman þá vakti það athygli og margir spurðu spurninga,“ sagði Lars á fundinum aðspurður um samvinnu sína og Tommys Söderberg. „Margir vilja baða sig í sviðsljósinu en þetta snýst ekki um einn mann. Það er mikilvægt þegar tveir menn vinna saman að hugmyndafræðin sé svipuð og sömuleiðis persónuleiki þeirra beggja.“Þriðji dúettinn í sögu landsliðsins Íslenska karlalandsliðið hefur einu sinni áður verið með tvo landsliðsþjálfara en Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson stýrðu liðinu saman frá sumrinu 2003 fram á haustið 2005. Ásgeir tók við liðinu til bráðabirgða eftir að Atli Eðvaldsson sagði upp í miðri undankeppni EM 2004 og var Logi í fyrstu fenginn til að vera Ásgeiri til aðstoðar. Íslenska liðið vann fyrstu tvo leikina undir þeirra stjórn og í framhaldinu voru þeir ráðnir til haustsins 2005 eða fram yfir undankeppni HM 2006. Íslenska landsliðið lék reyndar einnig fyrsta landsleik sinn undir stjórn tveggja þjálfara en þeir Frederick Steele og Murdo MacDougall voru saman með landsliðið á móti Dönum á Melavellinum í júlí 1946. Lars og Heimir verða því þriðji dúettinn í sögu karlalandsliðsins.Lars og Gaui Þórðar deila efsta sætinu Lars Lagerbäck er sá landsliðsþjálfari sem hefur náð bestum árangri í keppnisleikjum í sögu landsliðsins en hann deilir efsta sætinu með Guðjóni Þórðarsyni. Hjá þeim báðum náði íslenska liðið í fimmtíu prósent stiga í boði. Lars er hins vegar með betri árangur í riðlakeppni eða þegar umspilsleikirnir eru ekki teknir með. Guðjóni Þórðarsyni tókst aldrei að koma íslenska liðinu í umspil en liðið náði í helming stiga í boði undir hans stjórn í undankeppni HM 1998 og EM 2000. Íslenska liðið náði í 57 prósent stiga í boði í sínum riðli í undankeppni HM 2014 en jafntefli og tap í umspilsleikjunum draga árangur Lars niður í fimmtíu prósentin. Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
„Samningurinn var algjörlega innan þeirra marka sem stjórn KSÍ ákvað,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ á blaðamannafundi í gær þar sem Knattspyrnusamband Íslands gekk frá samningum við tvo landsliðsþjálfara. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck þjálfa liðið í sameiningu í undankeppni EM 2016 en svo mun Heimir taka við liðinu í framhaldinu. Heimir Hallgrímsson er nú kominn í fullt starf hjá sambandinu og Geir játti því að kostnaðurinn við liðið yrði nú meiri. Ákvörðunin var hins vegar ekki erfið. „Við í stjórninni höfum sjaldan átt jafn auðvelt með að taka ákvörðun um landsliðsþjálfara,“ sagði Geir. Heimir er 46 ára gamall og hefur verið aðstoðarmaður Lars Lagerbäck frá fyrsta degi. „Ég er að sjálfsögðu ákaflega stoltur yfir því trausti sem ég fæ. Ég lít svo á að ég hafi verið að gera góða hluti. Við höfum unnið góðan grunn. Sjáum að hann er góður bæði innan vallar og utan. Við getum byggt ofan á hann á næstu árum,“ sagði Heimir á fundinum. „Ég hef lært margt á þessum tveimur árum og mun læra mikið á næstu tveimur,“ segir Heimir. Hann segir að það fari varla framhjá neinum hvernig persóna Svíinn sé. „Hann er auðmjúkur og gefur mikið af sér. Hann hefur alltaf látið mér líða vel og finnast ég vera svaka merkilegur,“ sagði Heimir léttur að vanda.Lars hefur alltaf verið duglegur að hrósa Heimi fyrir hans starf. „Til langs tíma hefur KSÍ tekið góða ákvörðun. Bæði leikmenn og KSÍ vita hvað framundan er. Það er gott mál. Fjögur augu sjá betur,“ sagði Lars Lagerbäck í gær en það er að heyra á honum að hann líti á þetta sem svanasönginn sinn á þjálfaraferlinum. „Á mínum aldri mun ég líklega hætta að loknu þessu verkefni,“ sagði Lagerbäck en Heimir var fljótur að skjóta inn í: „Þú sagðir það líka fyrir tveimur árum.“ Lars Lagerbäck byrjaði landsliðsþjálfaraferilinn við hlið Tommys Söderberg en þeir voru saman með sænska landsliðið frá 2000 til 2004 og komu liðinu á tvö stórmót í röð. „Þegar við Tommy tókum við liðinu saman þá vakti það athygli og margir spurðu spurninga,“ sagði Lars á fundinum aðspurður um samvinnu sína og Tommys Söderberg. „Margir vilja baða sig í sviðsljósinu en þetta snýst ekki um einn mann. Það er mikilvægt þegar tveir menn vinna saman að hugmyndafræðin sé svipuð og sömuleiðis persónuleiki þeirra beggja.“Þriðji dúettinn í sögu landsliðsins Íslenska karlalandsliðið hefur einu sinni áður verið með tvo landsliðsþjálfara en Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson stýrðu liðinu saman frá sumrinu 2003 fram á haustið 2005. Ásgeir tók við liðinu til bráðabirgða eftir að Atli Eðvaldsson sagði upp í miðri undankeppni EM 2004 og var Logi í fyrstu fenginn til að vera Ásgeiri til aðstoðar. Íslenska liðið vann fyrstu tvo leikina undir þeirra stjórn og í framhaldinu voru þeir ráðnir til haustsins 2005 eða fram yfir undankeppni HM 2006. Íslenska landsliðið lék reyndar einnig fyrsta landsleik sinn undir stjórn tveggja þjálfara en þeir Frederick Steele og Murdo MacDougall voru saman með landsliðið á móti Dönum á Melavellinum í júlí 1946. Lars og Heimir verða því þriðji dúettinn í sögu karlalandsliðsins.Lars og Gaui Þórðar deila efsta sætinu Lars Lagerbäck er sá landsliðsþjálfari sem hefur náð bestum árangri í keppnisleikjum í sögu landsliðsins en hann deilir efsta sætinu með Guðjóni Þórðarsyni. Hjá þeim báðum náði íslenska liðið í fimmtíu prósent stiga í boði. Lars er hins vegar með betri árangur í riðlakeppni eða þegar umspilsleikirnir eru ekki teknir með. Guðjóni Þórðarsyni tókst aldrei að koma íslenska liðinu í umspil en liðið náði í helming stiga í boði undir hans stjórn í undankeppni HM 1998 og EM 2000. Íslenska liðið náði í 57 prósent stiga í boði í sínum riðli í undankeppni HM 2014 en jafntefli og tap í umspilsleikjunum draga árangur Lars niður í fimmtíu prósentin.
Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki