Lífið

Ýtarlegt eftirlit með kettinum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Danski kötturinn Nuk hefði haft gagn af staðsetningartækinu.
Danski kötturinn Nuk hefði haft gagn af staðsetningartækinu. mynd/valli
„Systir mín er alltaf að týna kettinum sínum og mér fannst þetta því mjög áhugavert tæki,“ segir Friðjón Gunnarsson, eigandi fyrirtækisins 1949. Fyrirtækið er rekstraraðili BestBuy.is á Íslandi, og selur tækið Pet Locator.

Tækið er staðsetningartæki sem kattaeigendur hafa nýtt sér í töluverðu magni.

Staðsetningartækið er sett í ól kattarins og svo hefur eigandinn hjá sér píptæki sem hann kveikir á ef kötturinn hefur ekki skilað sér heim á tilsettum tíma. „Þetta drífur 122 metra, sem er ekkert svo mikið, en ef þú ferð út í bíl og keyrir um hverfið er líklegra að tækið nemi merki frá sendi kattarins. Merkið styrkist svo þegar þú kemur nær dýrinu,“ segir Friðjón um virkni tækisins.

Það getur verið óþægilegt og erfitt að týna kettinum sínum og það vita kattaeigendur vel. Núna á kötturinn hins vegar erfiðara með að drolla úti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.