Þarf að bæta mig um tíu sekúndur Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2013 06:30 Brynjar Leó Kristinsson ætlar sér að ná lágmarkinu fyrir Sochi-leikana og hefur næstu vikur til stefnu. Það er bara spurning hvort það dugi honum. mynd/sigmar „Ég var að koma af æfingu hér í Hlíðarfjalli og þetta gengur bara vonum framar, enda frábær aðstaða hér á Akureyri um þessar mundir,“ segir hinn 25 ára Brynjar Leó Kristinsson, skíðagöngukappi, sem hefur næstu tvo mánuði til þess að ná lágmarkinu á Vetrarólympíuleikana í Sochi í Rússlandi en leikarnir fara fram í febrúar. Æfingafélagarnir Brynjar Leó og Sævar Birgisson æfa þessa dagana af kappi á Akureyri og framundan eru mót til að ná lágmarkinu. Sævar stendur betur að vígi en hann hefur nú þegar náð lágmarkinu í sprettgöngu og 15 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð. Eins og staðan er núna fer aðeins einn skíðagöngumaður á leikana en takist öðrum hvorum þeirra að komast á topp 300 á heimslistanum gefur það sjálfkrafa keppnisrétt í Sochi. Það er því möguleiki fyrir þá báða að komast á þetta stærsta skíðagöngumót í heiminum. „Næsta mót hjá mér fer fram í Svíþjóð og hefst 22. nóvember en framundan eru níu eða tíu mót hjá mér til að ná lágmarkinu. Þetta lítur vel út en ég þarf bæta mig um tíu sekúndur sem ætti í raun að vera formsatriði.“ Brynjar hefur áður náð tímalágmarkinu á æfingum og það er því ljóst að hann hefur alla burði til þess að standast prófið. „Sævar er kominn inn á leikana í sprettgöngu en ég stefni á lengri göngu, þar liggur minn styrkleiki. Vonandi fer það svo að við komumst báðir á Ólympíuleikana en síðast kepptu tveir skíðagöngukappar fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994.“ Brynjar byrjaði að æfa skíði þegar hann var fjögurra ára en eftir rúmlega áratug í íþróttinni lagði hann skíðin á hilluna 16 ára. „Ég var kominn með þó nokkurn leiða á göngunni og þar sem flestallir vinir mínir voru að hætta ákvað ég að fara sömu leið.“ Þá tók við tími þar sem Brynjar ákvað að leggja sund fyrir sig og æfði hann íþróttina næstu þrjú árin. „Sundið átti nokkuð vel við mig. Félagsskapurinn var góður en minn besti árangur í sundinu var áttunda sæti á Íslandsmeistaramótinu í 1.500 metra skriðsundi.“ 19 ára ákvað Brynjar að taka þátt á skíðalandsmótinu sem þá var haldið á Akureyri. „Ég var farinn að sakna göngunnar og skráði mig til leiks í flokki 17-19 ára. Það fór betur en á horfðist og ég vann sprettgönguna. Þá varð í raun ekki aftur snúið og ég sá mig knúinn til að fara aftur á fullt í sportið.“ Möguleikar Brynjars á að komast á topp 300 á heimslistanum eru að sögn Ólafsfirðingsins ekki svo miklir en Sævar gæti hins vegar náð því. „Ég næ líklega ekki þeim árangri á næstu vikum en Sævar er í góðri stöðu og ef allt fer vel gætum við báðir komist til Sochi.“ Brynjar Leó og Sævar búa báðir í Svíþjóð þar sem þeir æfa með Ulricehamns IF en þeir gerðu eins árs samning við klúbbinn. Innlendar Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
„Ég var að koma af æfingu hér í Hlíðarfjalli og þetta gengur bara vonum framar, enda frábær aðstaða hér á Akureyri um þessar mundir,“ segir hinn 25 ára Brynjar Leó Kristinsson, skíðagöngukappi, sem hefur næstu tvo mánuði til þess að ná lágmarkinu á Vetrarólympíuleikana í Sochi í Rússlandi en leikarnir fara fram í febrúar. Æfingafélagarnir Brynjar Leó og Sævar Birgisson æfa þessa dagana af kappi á Akureyri og framundan eru mót til að ná lágmarkinu. Sævar stendur betur að vígi en hann hefur nú þegar náð lágmarkinu í sprettgöngu og 15 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð. Eins og staðan er núna fer aðeins einn skíðagöngumaður á leikana en takist öðrum hvorum þeirra að komast á topp 300 á heimslistanum gefur það sjálfkrafa keppnisrétt í Sochi. Það er því möguleiki fyrir þá báða að komast á þetta stærsta skíðagöngumót í heiminum. „Næsta mót hjá mér fer fram í Svíþjóð og hefst 22. nóvember en framundan eru níu eða tíu mót hjá mér til að ná lágmarkinu. Þetta lítur vel út en ég þarf bæta mig um tíu sekúndur sem ætti í raun að vera formsatriði.“ Brynjar hefur áður náð tímalágmarkinu á æfingum og það er því ljóst að hann hefur alla burði til þess að standast prófið. „Sævar er kominn inn á leikana í sprettgöngu en ég stefni á lengri göngu, þar liggur minn styrkleiki. Vonandi fer það svo að við komumst báðir á Ólympíuleikana en síðast kepptu tveir skíðagöngukappar fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994.“ Brynjar byrjaði að æfa skíði þegar hann var fjögurra ára en eftir rúmlega áratug í íþróttinni lagði hann skíðin á hilluna 16 ára. „Ég var kominn með þó nokkurn leiða á göngunni og þar sem flestallir vinir mínir voru að hætta ákvað ég að fara sömu leið.“ Þá tók við tími þar sem Brynjar ákvað að leggja sund fyrir sig og æfði hann íþróttina næstu þrjú árin. „Sundið átti nokkuð vel við mig. Félagsskapurinn var góður en minn besti árangur í sundinu var áttunda sæti á Íslandsmeistaramótinu í 1.500 metra skriðsundi.“ 19 ára ákvað Brynjar að taka þátt á skíðalandsmótinu sem þá var haldið á Akureyri. „Ég var farinn að sakna göngunnar og skráði mig til leiks í flokki 17-19 ára. Það fór betur en á horfðist og ég vann sprettgönguna. Þá varð í raun ekki aftur snúið og ég sá mig knúinn til að fara aftur á fullt í sportið.“ Möguleikar Brynjars á að komast á topp 300 á heimslistanum eru að sögn Ólafsfirðingsins ekki svo miklir en Sævar gæti hins vegar náð því. „Ég næ líklega ekki þeim árangri á næstu vikum en Sævar er í góðri stöðu og ef allt fer vel gætum við báðir komist til Sochi.“ Brynjar Leó og Sævar búa báðir í Svíþjóð þar sem þeir æfa með Ulricehamns IF en þeir gerðu eins árs samning við klúbbinn.
Innlendar Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira