Fótbolti

Okkar strákar eru aðalmarkaskorarar E-riðilsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Íslenska karlalandsliðið er með fjórtán mörk í fyrstu átta leikjum sínum í undankeppni HM 2014 og er markahæsta liðið í riðlinum ásamt toppliði Sviss sem hefur einnig skorað fjórtán mörk. Það er gaman að skoða listann yfir markhæstu leikmenn riðilsins því þar eru íslensku strákarnir afar áberandi.

Ísland á þrjá af fjórum markahæstu mönnunum í E-riðli Evrópuhlutans í undankeppni HM í Brasilíu og tveir til viðbótar eru síðan í næsta sæti á eftir ásamt reyndar stórum hópi leikmanna.

Mörk íslenska landsliðsins hafa dreifst á sex leikmenn, þar af hafa fimm þeirra skorað tvö mörk eða fleiri. Þessir fimm íslensku leikmenn sem hafa skorað tvö eða fleiri eru líklegir kandídatar í fremsta hluta byrjunarliðs Íslands á móti Kýpur í kvöld.

Markahæstir:

Birkir Bjarnason - 3 mörk

Jóhann Berg Guðmundsson - 3 mörk

Gylfi Þór Sigurðsson - 3 mörk

Fabian Schär - 3 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×