Þórey Edda til liðs við sinn heittelskaða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2013 06:15 Þórey Edda hefur starfað hjá Frjálsíþróttasambandinu undanfarin ár. Nú ætlar hún að efla stangastökksþjálfunina hjá Ármenningum.Fréttablaðið/Anton Þórey Edda Elísdóttir hefur tekið fram þjálfaraskóna eftir nokkuð hlé. Íslandsmethafinn í stangarstökki hefur gengið til liðs við Ármenninga. Þar mun hún þjálfa við hlið kærasta síns, Guðmundar Hólmars Jónssonar, er í aðalhlutverki í þjálfun hjá Reykjavíkurliðinu. „Það má segja það. Hann sér um meistaraflokkinn og hóp unglinga en ég mun sjá um stangarstökksþjálfunina,“ segir Þórey Edda. Hún segir meistaraflokk félagsins vera að eflast en að Ármann sendi ekki lið til keppni í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins í sumar. Liðið sendi síðast lið ásamt Fjölni sumarið 2011. „Meistaraflokkurinn er að verða ansi öflugur,“ segir Þórey. Hún nefnir til sögunnar einn af nýjum liðsmönnum Ármanns, þingmanninn fótfráa Harald Einarsson sem keppt hefur fyrir HSK undanfarin ár, en fleiri hafa gengið í raðir Ármanns. Má þar nefna Sigurð Pál Sveinbjörnsson, Reyni Björgvinsson, Bjarna Má Ólafsson og Hrein Heiðar Jóhannsson. Þórey Edda segir nokkra iðkenda í kringum tvítugt vera áhugasama um stöngina. Það sé aldrei of seint að byrja eins og þær Vala Flosadóttir hafi sýnt. „Vala var held ég sextán ára þegar hún byrjaði og ég var nítján ára,“ segir Þórey Edda, sem keppti þrisvar fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum. Á engan er hallað þegar fullyrt er að ÍR sé með sterkustu frjálsíþróttadeild landsins. Liðið vann bikarinn í karla- og kvennaflokki í sumar líkt og í fyrra, auk þess sem iðkendur hafa aldrei verið fleiri. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari ÍR, hefur sett spurningarmerki við hvers vegna niðursveifla virðist vera svo víða á meðan vel gangi í Breiðholtinu. „Það tekur auðvitað fleiri ár en eitt en kannski getum við strítt ÍR eftir nokkur ár,“ segir Þórey Edda spurð hvort hægt sé að keppa við ÍR-inga. Hún segir FH það lið sem líklegast sé til að veita þeim keppni í bikarnum. Eins og staðan er í dag sé einfaldlega stórt skref fyrir Ármann að senda lið til keppni á ný og byggja upp sitt starf. Innlendar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Þórey Edda Elísdóttir hefur tekið fram þjálfaraskóna eftir nokkuð hlé. Íslandsmethafinn í stangarstökki hefur gengið til liðs við Ármenninga. Þar mun hún þjálfa við hlið kærasta síns, Guðmundar Hólmars Jónssonar, er í aðalhlutverki í þjálfun hjá Reykjavíkurliðinu. „Það má segja það. Hann sér um meistaraflokkinn og hóp unglinga en ég mun sjá um stangarstökksþjálfunina,“ segir Þórey Edda. Hún segir meistaraflokk félagsins vera að eflast en að Ármann sendi ekki lið til keppni í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins í sumar. Liðið sendi síðast lið ásamt Fjölni sumarið 2011. „Meistaraflokkurinn er að verða ansi öflugur,“ segir Þórey. Hún nefnir til sögunnar einn af nýjum liðsmönnum Ármanns, þingmanninn fótfráa Harald Einarsson sem keppt hefur fyrir HSK undanfarin ár, en fleiri hafa gengið í raðir Ármanns. Má þar nefna Sigurð Pál Sveinbjörnsson, Reyni Björgvinsson, Bjarna Má Ólafsson og Hrein Heiðar Jóhannsson. Þórey Edda segir nokkra iðkenda í kringum tvítugt vera áhugasama um stöngina. Það sé aldrei of seint að byrja eins og þær Vala Flosadóttir hafi sýnt. „Vala var held ég sextán ára þegar hún byrjaði og ég var nítján ára,“ segir Þórey Edda, sem keppti þrisvar fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum. Á engan er hallað þegar fullyrt er að ÍR sé með sterkustu frjálsíþróttadeild landsins. Liðið vann bikarinn í karla- og kvennaflokki í sumar líkt og í fyrra, auk þess sem iðkendur hafa aldrei verið fleiri. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari ÍR, hefur sett spurningarmerki við hvers vegna niðursveifla virðist vera svo víða á meðan vel gangi í Breiðholtinu. „Það tekur auðvitað fleiri ár en eitt en kannski getum við strítt ÍR eftir nokkur ár,“ segir Þórey Edda spurð hvort hægt sé að keppa við ÍR-inga. Hún segir FH það lið sem líklegast sé til að veita þeim keppni í bikarnum. Eins og staðan er í dag sé einfaldlega stórt skref fyrir Ármann að senda lið til keppni á ný og byggja upp sitt starf.
Innlendar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum