Lífið

Kemur fram í hálfleik

Tónlistarmaðurinn Bruno Mars mun skemmta áhorfendum í hálfleik á leiknum um Ofurskálina, eða Super Bowl eins og það nefnist á ensku. Leikurinn fer fram á MetLife-leikvanginum í New Jersey í febrúar.

Tónlistarmaðurinn kemst þá í hóp listamanna á borð við The Rolling Stones og Michael Jackson, en þeir hafa komið fram í sýningunni í hálfleik. Samkvæmt heimildum Los Angeles Times horfðu um 110 milljónir manna á tónleika söngkonunnar Beyoncé í síðasta hálfleik.

Bruno Mars hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og vann fyrir skemmstu verðlaun fyrir besta myndband með tónlistarmanni á VMA-hátíðinni. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá kappann taka lagið á VMA-hátíðinni á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.