Lífið

Eric Idle mætir í Þjóðleikhúsið

Freyr Bjarnason skrifar
Leikarinn Eric Idle verður viðstaddur frumsýningu Spamalot. Sigurlaug Þorsteinsdóttir er hæstánægð með komu hans.
Leikarinn Eric Idle verður viðstaddur frumsýningu Spamalot. Sigurlaug Þorsteinsdóttir er hæstánægð með komu hans. nordicphotos/getty
Leikarinn Eric Idle, meðlimur breska grínhópsins Monty Python og höfundur söngleiksins vinsæla Spamalot, verður viðstaddur frumsýningu hans í Þjóðleikhúsinu í febrúar.

„Við fengum sýningarréttinn og hann var bara strax spenntur að koma. Hann sagði strax að hann ætlaði ekki að missa af þessu,“ segir Sigurlaug Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri Þjóðleikhússins, um komu Idle til landsins. „Við eigum von á honum hressum og kannski tekur hann vini sína með.“

Aðspurð segir Sigurlaug mikla eftirvæntingu eftir söngleiknum. „Það er gaman að sýna eitthvað sem er költ í kringum eins og Monty Python. Það er ekki mjög algengt að mikið af körlum sé að velta fyrir sér að fara í leikhús. Þeir fara yfirleitt þegar konurnar eru búnar að kaupa miða. En þetta er að tala til þeirra og maður finnur það.“

Formlegar æfingar á Spamalot hefjast í byrjun janúar. Með aðalhlutverk fara Örn Árnason, Selma Björnsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Eggert Þorleifsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.