Skíthræddur þegar höggið kom Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. ágúst 2013 14:00 Fyrst þegar ég fór fannst mér eins og það kristallaðist í mér blóðið. Ég varð skíthræddur,“ segir Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari þegar hann er spurður út í heilsuræktina. Kuldasjokkið varð þó ekki til að fæla hann frá sjósundinu heldur þvert á móti. „Nú er svo komið að kuldahöggið í byrjun er mitt uppáhald. Þetta er svo kröftug stund,“ segir Sveinn, sem hefur farið tvisvar til þrisvar í viku í sjóinn í bráðum tvö og hálft ár. Hann fer þó ekki einn heldur syndir ásamt vini sínum, Hilmari Guðjónssyni leikara. Þeir nota tímann í sjónum til að ræða málin. „Þetta er alveg dásamlegt. Sundið hefur einhvers konar heilandi áhrif á okkur og við getum talað saman um listina og fótboltann. Ég myndi kalla þetta „instant hugleiðslu“. Maður skilur allt eftir í landi þegar vaðið er út í og það er einmitt kuldasjokkið sem hreinsar burt allar áhyggjur heimsins. Eftir það er hugurinn hreinn og skýr. Við erum misjafnlega lengi í sjónum, það fer eftir árstíðum. Sjósundið er áhugaverðara á veturna, þá eru áhrifin sterkari,“ segir Sveinn en ítrekar þó að hann fari ekki einn í sjóinn.„Ef ég er alveg sjúkur að komast út í bið ég einhvern að standa í fjörunni og horfa á eftir mér, þá bara til að veifa mér í kveðjuskyni, ef ég skyldi fá krampa. Pabbi gerir það stundum fyrir mig,“ segir hann kankvís. „Yfirleitt förum við Himmi tveir en þó höfum við synt með Sjósundfélaginu. Jóhann Pétur Harðarson leikari hefur líka slegist í hópinn. Hann hafði séð okkur striplast inn og út úr Neslauginni, þegar við vorum að fara í sjóinn við Gróttu, og vildi vera með,“ segir Sveinn og telur sjósundið hjálpa til við leikarastarfið. Það vindi ofan af stressinu. Hann stendur einmitt í ströngu þessa dagana en hann leikur í verkinu Eiðurinn og Eitthvað eftir Guðberg Bergsson, sem leikhópurinn GRAL sýnir í Tjarnarbíói. Hefur hann kannski þurft að henda sér oftar í sjóinn þess vegna? „Nei, alls ekki,“ segir hann hlæjandi. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel. Þetta er reyndar skemmtileg sýning fyrir leikara að sýna. Hún er svo lifandi og öðruvísi.“ Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Fyrst þegar ég fór fannst mér eins og það kristallaðist í mér blóðið. Ég varð skíthræddur,“ segir Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari þegar hann er spurður út í heilsuræktina. Kuldasjokkið varð þó ekki til að fæla hann frá sjósundinu heldur þvert á móti. „Nú er svo komið að kuldahöggið í byrjun er mitt uppáhald. Þetta er svo kröftug stund,“ segir Sveinn, sem hefur farið tvisvar til þrisvar í viku í sjóinn í bráðum tvö og hálft ár. Hann fer þó ekki einn heldur syndir ásamt vini sínum, Hilmari Guðjónssyni leikara. Þeir nota tímann í sjónum til að ræða málin. „Þetta er alveg dásamlegt. Sundið hefur einhvers konar heilandi áhrif á okkur og við getum talað saman um listina og fótboltann. Ég myndi kalla þetta „instant hugleiðslu“. Maður skilur allt eftir í landi þegar vaðið er út í og það er einmitt kuldasjokkið sem hreinsar burt allar áhyggjur heimsins. Eftir það er hugurinn hreinn og skýr. Við erum misjafnlega lengi í sjónum, það fer eftir árstíðum. Sjósundið er áhugaverðara á veturna, þá eru áhrifin sterkari,“ segir Sveinn en ítrekar þó að hann fari ekki einn í sjóinn.„Ef ég er alveg sjúkur að komast út í bið ég einhvern að standa í fjörunni og horfa á eftir mér, þá bara til að veifa mér í kveðjuskyni, ef ég skyldi fá krampa. Pabbi gerir það stundum fyrir mig,“ segir hann kankvís. „Yfirleitt förum við Himmi tveir en þó höfum við synt með Sjósundfélaginu. Jóhann Pétur Harðarson leikari hefur líka slegist í hópinn. Hann hafði séð okkur striplast inn og út úr Neslauginni, þegar við vorum að fara í sjóinn við Gróttu, og vildi vera með,“ segir Sveinn og telur sjósundið hjálpa til við leikarastarfið. Það vindi ofan af stressinu. Hann stendur einmitt í ströngu þessa dagana en hann leikur í verkinu Eiðurinn og Eitthvað eftir Guðberg Bergsson, sem leikhópurinn GRAL sýnir í Tjarnarbíói. Hefur hann kannski þurft að henda sér oftar í sjóinn þess vegna? „Nei, alls ekki,“ segir hann hlæjandi. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel. Þetta er reyndar skemmtileg sýning fyrir leikara að sýna. Hún er svo lifandi og öðruvísi.“
Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira