Skíthræddur þegar höggið kom Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. ágúst 2013 14:00 Fyrst þegar ég fór fannst mér eins og það kristallaðist í mér blóðið. Ég varð skíthræddur,“ segir Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari þegar hann er spurður út í heilsuræktina. Kuldasjokkið varð þó ekki til að fæla hann frá sjósundinu heldur þvert á móti. „Nú er svo komið að kuldahöggið í byrjun er mitt uppáhald. Þetta er svo kröftug stund,“ segir Sveinn, sem hefur farið tvisvar til þrisvar í viku í sjóinn í bráðum tvö og hálft ár. Hann fer þó ekki einn heldur syndir ásamt vini sínum, Hilmari Guðjónssyni leikara. Þeir nota tímann í sjónum til að ræða málin. „Þetta er alveg dásamlegt. Sundið hefur einhvers konar heilandi áhrif á okkur og við getum talað saman um listina og fótboltann. Ég myndi kalla þetta „instant hugleiðslu“. Maður skilur allt eftir í landi þegar vaðið er út í og það er einmitt kuldasjokkið sem hreinsar burt allar áhyggjur heimsins. Eftir það er hugurinn hreinn og skýr. Við erum misjafnlega lengi í sjónum, það fer eftir árstíðum. Sjósundið er áhugaverðara á veturna, þá eru áhrifin sterkari,“ segir Sveinn en ítrekar þó að hann fari ekki einn í sjóinn.„Ef ég er alveg sjúkur að komast út í bið ég einhvern að standa í fjörunni og horfa á eftir mér, þá bara til að veifa mér í kveðjuskyni, ef ég skyldi fá krampa. Pabbi gerir það stundum fyrir mig,“ segir hann kankvís. „Yfirleitt förum við Himmi tveir en þó höfum við synt með Sjósundfélaginu. Jóhann Pétur Harðarson leikari hefur líka slegist í hópinn. Hann hafði séð okkur striplast inn og út úr Neslauginni, þegar við vorum að fara í sjóinn við Gróttu, og vildi vera með,“ segir Sveinn og telur sjósundið hjálpa til við leikarastarfið. Það vindi ofan af stressinu. Hann stendur einmitt í ströngu þessa dagana en hann leikur í verkinu Eiðurinn og Eitthvað eftir Guðberg Bergsson, sem leikhópurinn GRAL sýnir í Tjarnarbíói. Hefur hann kannski þurft að henda sér oftar í sjóinn þess vegna? „Nei, alls ekki,“ segir hann hlæjandi. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel. Þetta er reyndar skemmtileg sýning fyrir leikara að sýna. Hún er svo lifandi og öðruvísi.“ Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Fyrst þegar ég fór fannst mér eins og það kristallaðist í mér blóðið. Ég varð skíthræddur,“ segir Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari þegar hann er spurður út í heilsuræktina. Kuldasjokkið varð þó ekki til að fæla hann frá sjósundinu heldur þvert á móti. „Nú er svo komið að kuldahöggið í byrjun er mitt uppáhald. Þetta er svo kröftug stund,“ segir Sveinn, sem hefur farið tvisvar til þrisvar í viku í sjóinn í bráðum tvö og hálft ár. Hann fer þó ekki einn heldur syndir ásamt vini sínum, Hilmari Guðjónssyni leikara. Þeir nota tímann í sjónum til að ræða málin. „Þetta er alveg dásamlegt. Sundið hefur einhvers konar heilandi áhrif á okkur og við getum talað saman um listina og fótboltann. Ég myndi kalla þetta „instant hugleiðslu“. Maður skilur allt eftir í landi þegar vaðið er út í og það er einmitt kuldasjokkið sem hreinsar burt allar áhyggjur heimsins. Eftir það er hugurinn hreinn og skýr. Við erum misjafnlega lengi í sjónum, það fer eftir árstíðum. Sjósundið er áhugaverðara á veturna, þá eru áhrifin sterkari,“ segir Sveinn en ítrekar þó að hann fari ekki einn í sjóinn.„Ef ég er alveg sjúkur að komast út í bið ég einhvern að standa í fjörunni og horfa á eftir mér, þá bara til að veifa mér í kveðjuskyni, ef ég skyldi fá krampa. Pabbi gerir það stundum fyrir mig,“ segir hann kankvís. „Yfirleitt förum við Himmi tveir en þó höfum við synt með Sjósundfélaginu. Jóhann Pétur Harðarson leikari hefur líka slegist í hópinn. Hann hafði séð okkur striplast inn og út úr Neslauginni, þegar við vorum að fara í sjóinn við Gróttu, og vildi vera með,“ segir Sveinn og telur sjósundið hjálpa til við leikarastarfið. Það vindi ofan af stressinu. Hann stendur einmitt í ströngu þessa dagana en hann leikur í verkinu Eiðurinn og Eitthvað eftir Guðberg Bergsson, sem leikhópurinn GRAL sýnir í Tjarnarbíói. Hefur hann kannski þurft að henda sér oftar í sjóinn þess vegna? „Nei, alls ekki,“ segir hann hlæjandi. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel. Þetta er reyndar skemmtileg sýning fyrir leikara að sýna. Hún er svo lifandi og öðruvísi.“
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira