Þeir vilja meina að Evrópubúar eigi nokkuð erfitt með að keyra Stefán Árni Pálsson skrifar 22. ágúst 2013 00:01 Sölvi Geir verður í eldlínunni í rússneska boltanum í vetur en leikmaðurinn setur stefnuna á að koma sér í almennilega leikæfingu. Leikmaðurinn vonast til að vera kominn í byrjunarliðið von bráðar. Mynd/Arnþór Miðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen gekk í raðir rússneska úrvalsdeildarliðsins FC Ural í byrjun þessa mánaðar og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Landsliðsmaðurinn hefur verið á mála hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku undanfarin ár en yfirgaf liðið í sumar. Síðastliðið ár hefur verið erfitt fyrir leikmanninn þar sem hann fékk lítið sem ekkert að spila með FCK. Mikill uppgangur er hjá FC Ural, sem tryggði sér í fyrra sæti á meðal þeirra bestu í Rússlandi. „Rússland leggst bara vel í mig,“ segir Sölvi í samtali við Fréttablaðið. „Mín fyrstu kynni af landinu hafa bara verið frábær og mun betri en ég þorði að vona. Ég bý í stórborg sem hefur allt fram að færa. Fólk hefur eflaust ákveðnar skoðanir á Rússlandi en ég tel að sú ímynd sem landið hefur í huga hins almenna Íslendings sé ekki alveg rétt. Sjálfur hafði ég myndað mér ákveðna skoðun á þeirra menningu og siðum en ég var fljótur að átta mig á því að það átti ekki við nein rök að styðjast,“ segir Sölvi. Hann býr í borginni Yekaterinburg en í henni búa um 1,4 milljónir manns. Borgin er yfir fimm þúsund kílómetrum frá Moskvu, höfuðborg Rússlands. „Það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður á svona breytingar. Ég er búinn að taka þessa ákvörðun og verð því að standa og falla með henni. Ég hlakka mikið til að byrja loksins að spila fótbolta af krafti.“Með einkabílstjóra Félagið réð einkabílstjóra til að aðstoða Sölva við að koma sér á milli staða í borginni en það virðist vera venjan í Rússlandi. „Þeir vilja meina að Evrópubúar eigi nokkuð erfitt með að keyra. Rússar fara kannski ekkert mikið eftir einhverjum umferðarreglum, nema þetta séu þeirra reglur. Þeir eru frekar ákveðnir í umferðinni en eftir að hafa farið á milli staða með bílstjóranum mínum þá treysti ég mér alveg í það að fara að keyra um borgina.“ Fyrrverandi þjálfari FC Ural, Pavel Panteleyevich Gusev, hætti störfum hjá liðinu sama dag og Sölvi skrifaði undir samning við félagið. Það voru persónulegar ástæður sem ollu því að Gusev hætti með liðið. Oleg Vasilenko tók síðan við liðinu en hann hefur verið aðstoðarþjálfari FC Ural um þó nokkurt skeið. „Í raun var löngu búið að ákveða að hann myndi stíga til hliðar og ég vissi vel að fráfarandi stjóri myndi ekki stýra liðinu þegar ég kæmi. Ég hafði aldrei rætt við neinn stjóra þegar ég skrifaði undir hjá félaginu. Það tala fáir ensku í Rússlandi og í raun talaði minn umboðsmaður við umboðsmann í Rússlandi og þannig fór þetta fram í mínu tilfelli.“Sölvi Geir sést hér á æfingasvæði FC Ural daginn sem leikmaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.Lítil enskukunnátta Í liðinu eru tveir Serbar, tveir frá Armeníu, einn frá Simbabve og einn frá Ísrael, ásamt leikmönnum frá Rússlandi. Enskukunnátta leikmanna liðsins er því ekki upp á marga fiska. „Við erum þrír í liðinu sem tölum ekki rússnesku og því er alltaf túlkur með okkur á æfingum sem segir okkur hvað þjálfarinn er að segja. Túlkurinn er klæddur í íþróttagalla og hleypur strax inn á völlinn þegar þjálfari vill ræða við leikmenn, hann er einnig alltaf til taks þegar þjálfarinn þarf að ræða við okkur.“* Það vantar enn þá töluvert upp á leikæfingu hjá Sölva Geir en hann hefur lítið spilað alvöru keppnisleiki undanfarið ár. „Ég þarf auðvitað að leggja hart að mér og sanna mig á æfingum en það labbar enginn bara inn í þetta lið. Ég býst samt sem áður fastlega við því að vera settur fljótlega í byrjunarliðið þegar ég verð kominn í almennilegt form.“ FC Ural er í tólfta sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Liðið hefur unnið einn leik og gert eitt jafntefli.Uppfært: Hannes Þ. Sigurðsson spilaði með Spartak Nalchik í rússnesku deildinni árið 2011. Sölvi er því annar Íslendingurinn til þess að spila með rússnesku félagi. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Sjá meira
Miðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen gekk í raðir rússneska úrvalsdeildarliðsins FC Ural í byrjun þessa mánaðar og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Landsliðsmaðurinn hefur verið á mála hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku undanfarin ár en yfirgaf liðið í sumar. Síðastliðið ár hefur verið erfitt fyrir leikmanninn þar sem hann fékk lítið sem ekkert að spila með FCK. Mikill uppgangur er hjá FC Ural, sem tryggði sér í fyrra sæti á meðal þeirra bestu í Rússlandi. „Rússland leggst bara vel í mig,“ segir Sölvi í samtali við Fréttablaðið. „Mín fyrstu kynni af landinu hafa bara verið frábær og mun betri en ég þorði að vona. Ég bý í stórborg sem hefur allt fram að færa. Fólk hefur eflaust ákveðnar skoðanir á Rússlandi en ég tel að sú ímynd sem landið hefur í huga hins almenna Íslendings sé ekki alveg rétt. Sjálfur hafði ég myndað mér ákveðna skoðun á þeirra menningu og siðum en ég var fljótur að átta mig á því að það átti ekki við nein rök að styðjast,“ segir Sölvi. Hann býr í borginni Yekaterinburg en í henni búa um 1,4 milljónir manns. Borgin er yfir fimm þúsund kílómetrum frá Moskvu, höfuðborg Rússlands. „Það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður á svona breytingar. Ég er búinn að taka þessa ákvörðun og verð því að standa og falla með henni. Ég hlakka mikið til að byrja loksins að spila fótbolta af krafti.“Með einkabílstjóra Félagið réð einkabílstjóra til að aðstoða Sölva við að koma sér á milli staða í borginni en það virðist vera venjan í Rússlandi. „Þeir vilja meina að Evrópubúar eigi nokkuð erfitt með að keyra. Rússar fara kannski ekkert mikið eftir einhverjum umferðarreglum, nema þetta séu þeirra reglur. Þeir eru frekar ákveðnir í umferðinni en eftir að hafa farið á milli staða með bílstjóranum mínum þá treysti ég mér alveg í það að fara að keyra um borgina.“ Fyrrverandi þjálfari FC Ural, Pavel Panteleyevich Gusev, hætti störfum hjá liðinu sama dag og Sölvi skrifaði undir samning við félagið. Það voru persónulegar ástæður sem ollu því að Gusev hætti með liðið. Oleg Vasilenko tók síðan við liðinu en hann hefur verið aðstoðarþjálfari FC Ural um þó nokkurt skeið. „Í raun var löngu búið að ákveða að hann myndi stíga til hliðar og ég vissi vel að fráfarandi stjóri myndi ekki stýra liðinu þegar ég kæmi. Ég hafði aldrei rætt við neinn stjóra þegar ég skrifaði undir hjá félaginu. Það tala fáir ensku í Rússlandi og í raun talaði minn umboðsmaður við umboðsmann í Rússlandi og þannig fór þetta fram í mínu tilfelli.“Sölvi Geir sést hér á æfingasvæði FC Ural daginn sem leikmaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.Lítil enskukunnátta Í liðinu eru tveir Serbar, tveir frá Armeníu, einn frá Simbabve og einn frá Ísrael, ásamt leikmönnum frá Rússlandi. Enskukunnátta leikmanna liðsins er því ekki upp á marga fiska. „Við erum þrír í liðinu sem tölum ekki rússnesku og því er alltaf túlkur með okkur á æfingum sem segir okkur hvað þjálfarinn er að segja. Túlkurinn er klæddur í íþróttagalla og hleypur strax inn á völlinn þegar þjálfari vill ræða við leikmenn, hann er einnig alltaf til taks þegar þjálfarinn þarf að ræða við okkur.“* Það vantar enn þá töluvert upp á leikæfingu hjá Sölva Geir en hann hefur lítið spilað alvöru keppnisleiki undanfarið ár. „Ég þarf auðvitað að leggja hart að mér og sanna mig á æfingum en það labbar enginn bara inn í þetta lið. Ég býst samt sem áður fastlega við því að vera settur fljótlega í byrjunarliðið þegar ég verð kominn í almennilegt form.“ FC Ural er í tólfta sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Liðið hefur unnið einn leik og gert eitt jafntefli.Uppfært: Hannes Þ. Sigurðsson spilaði með Spartak Nalchik í rússnesku deildinni árið 2011. Sölvi er því annar Íslendingurinn til þess að spila með rússnesku félagi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Sjá meira