Reykjavíkurborg hefur haft samband við öll nágrannasveitarfélög sín á höfuðborgarsvæðinu í því skyni að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kanína.
Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið kemur fram að til stendur að funda með sveitarfélögunum um málið næsta haust og að hingað til hafi verið vel tekið í erindi borgarinnar um grisjun stofnsins.
Þá kemur fram að engar kanínur hafi verið veiddar af hálfu borgarinnar síðan undanþága var gefin fyrir veiðum.
Fundað um kanínur í haust

Tengdar fréttir

Vilja samstilla kanínudráp
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur veitt Reykjavíkurborg undanþágu frá lögum til að bregðast við auknum fjölda kanína í borginni.