Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur veitt Reykjavíkurborg undanþágu frá lögum til að bregðast við auknum fjölda kanína í borginni.
Reykjavíkurborg samstillir nú aðgerðir með öðrum sveitarfélögum með það að markmiði að stemma stigu við útbreiðslu kanína.
Í bréfi frá borginni til Kópavogs kemur fram að enn sem komið er verði ekki farið í allsherjar útrýmingaraðgerðir fyrr en almenn umræða hefur farið fram. Í svari Kópavogs kemur fram að kanínur séu ekki vandamál þar í bæ.
Vilja samstilla kanínudráp
Valur Grettisson skrifar
