Ráðgáta um goshlé í hinni síminnkandi Surtsey leyst Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2013 09:30 Surtsey hefur minnkað um helming síðan þessi mynd var tekin árið 1967. Útlínur eyjarinnar eins og hún er nú má sjá á myndinni. Mynd/Landmælingar Íslands Surtsey hefur minnkað um helming frá því að gosi lauk. „Við höldum að eyjan verði svipuð ásýndum og þær gömlu Vestmannaeyjar sem eru norðvestur af Surtsey,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur, sem hefur rannsakað Surtsey frá upphafi. Hann segir minnkun eyjarinnar orsakast af miklu sjávarrofi. Sveinn heldur í dag fyrirlestur um rannsóknir sínar á alþjóðlegri vísindaráðstefnu, Surtsey 50 ára, sem hófst formlega í gær og stendur til 15. ágúst. Ráðstefnan er haldin á Hótel Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. „Þetta er lengsta gos sem menn vita til á sögulegum tíma á Íslandi síðan landið var numið,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur um hið stórmerkilega Surtseyjargos. Hann hefur rannsakað Surtsey frá upphafi og gerði nýverið uppgötvun sem leysti áratuga gamla ráðgátu. „Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt." „Við erum búin að reikna út hvenær bólstrabergið sem finnst á sjávarbotninum suður af Surtsey myndaðist,“ segir Sveinn. Hann hyggst greina nánar frá niðurstöðum rannsókna sinna í Surtsey á alþjóðlegri vísindaráðstefnu sem hefst á morgun í tilefni af hálfrar aldar afmæli eyjarinnar.Sveinn Jakobsson„Sigurður Þórarinsson hafði tekið eftir því að í maí og júní 1964 var ekkert hraunrennsli á yfirborði eyjarinnar,“ útskýrir hann. „Það var eins og það væri ekkert gos í Surtsey þessa tvo mánuði.“ Sveinn segir þó að fyrrnefndur Sigurður Þórarinsson, þekktur jarðfræðingur sem skrifaði meðal annars bók um gosið, hafi getið sér þess til að hraunið rynni hugsanlega í lokuðum göngum undir yfirborði sjávar. „Það var engin leið til að sannreyna þetta þá,“ segir hann. „En nú hefur okkur tekist að sýna fram á að bólstrabergið myndaðist þarna á þessum tíma, það varð ekkert hlé á gosinu, það rann bara á hafsbotninum. Þetta er óvenjulegt.“ Það var ekki auðvelt að nálgast þetta berg í því skyni að taka úr því sýni þar sem það liggur á 130 metra dýpi. Sveinn segir sjávarrof á eynni vera margfalt meira en áður var talið. „Þegar gosi lauk í júní 1967 var flatarmál Surtseyjar 2,65 ferkílómetrar en í fyrra, þegar síðasta loftmyndin var tekin af eyjunni, þá reyndist flatarmálið vera 1,30 ferkílómetrar,“ segir hann. Surtsey hefur því minnkað um helming að flatarmáli síðan það hætti að gjósa. „Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu og reyna að ímynda sér hvernig þetta heldur áfram.“ Hann segist halda að Surtsey nái háum aldri þrátt fyrir hið mikla rof. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Surtsey hefur minnkað um helming frá því að gosi lauk. „Við höldum að eyjan verði svipuð ásýndum og þær gömlu Vestmannaeyjar sem eru norðvestur af Surtsey,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur, sem hefur rannsakað Surtsey frá upphafi. Hann segir minnkun eyjarinnar orsakast af miklu sjávarrofi. Sveinn heldur í dag fyrirlestur um rannsóknir sínar á alþjóðlegri vísindaráðstefnu, Surtsey 50 ára, sem hófst formlega í gær og stendur til 15. ágúst. Ráðstefnan er haldin á Hótel Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. „Þetta er lengsta gos sem menn vita til á sögulegum tíma á Íslandi síðan landið var numið,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur um hið stórmerkilega Surtseyjargos. Hann hefur rannsakað Surtsey frá upphafi og gerði nýverið uppgötvun sem leysti áratuga gamla ráðgátu. „Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt." „Við erum búin að reikna út hvenær bólstrabergið sem finnst á sjávarbotninum suður af Surtsey myndaðist,“ segir Sveinn. Hann hyggst greina nánar frá niðurstöðum rannsókna sinna í Surtsey á alþjóðlegri vísindaráðstefnu sem hefst á morgun í tilefni af hálfrar aldar afmæli eyjarinnar.Sveinn Jakobsson„Sigurður Þórarinsson hafði tekið eftir því að í maí og júní 1964 var ekkert hraunrennsli á yfirborði eyjarinnar,“ útskýrir hann. „Það var eins og það væri ekkert gos í Surtsey þessa tvo mánuði.“ Sveinn segir þó að fyrrnefndur Sigurður Þórarinsson, þekktur jarðfræðingur sem skrifaði meðal annars bók um gosið, hafi getið sér þess til að hraunið rynni hugsanlega í lokuðum göngum undir yfirborði sjávar. „Það var engin leið til að sannreyna þetta þá,“ segir hann. „En nú hefur okkur tekist að sýna fram á að bólstrabergið myndaðist þarna á þessum tíma, það varð ekkert hlé á gosinu, það rann bara á hafsbotninum. Þetta er óvenjulegt.“ Það var ekki auðvelt að nálgast þetta berg í því skyni að taka úr því sýni þar sem það liggur á 130 metra dýpi. Sveinn segir sjávarrof á eynni vera margfalt meira en áður var talið. „Þegar gosi lauk í júní 1967 var flatarmál Surtseyjar 2,65 ferkílómetrar en í fyrra, þegar síðasta loftmyndin var tekin af eyjunni, þá reyndist flatarmálið vera 1,30 ferkílómetrar,“ segir hann. Surtsey hefur því minnkað um helming að flatarmáli síðan það hætti að gjósa. „Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu og reyna að ímynda sér hvernig þetta heldur áfram.“ Hann segist halda að Surtsey nái háum aldri þrátt fyrir hið mikla rof.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent