Losa úrgang í sjóinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Búið er að bæta aðstöðuna með því að steypa þröskuld svo auðveldara sé að sturta slóginu fram af bjarginu. mynd/GUðmundur Oddgeirsson Áratuga hefð hefur skapast fyrir því að urða slóg frá að minnsta kosti tveimur fiskverkunum í Þorlákshöfn með því að sturta því fram af bjargbrún skammt við þorpið. Illa gengur að koma í veg fyrir þetta lögbrot þótt Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi reynt það í árafjöld og bæjaryfirvöld hafi einnig ýtt á eftir því að lausn finnist á málinu. Gunnsteinn R. Ómarsson, nýráðinn bæjarstjóri Ölfuss, segir þetta vera skýrt lögbrot sem ekki verði látið líðast.Ekki fer allt beinustu leið í sjóinn.Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á umhverfis- og mengunarvarnarsviði hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, segir að komið hafi verið á samstarfi við Matís og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands með það fyrir augum að nýta fiskafganginn til að framleiða áburð. Hafi það gengið með ágætum um sinn en svo fór aftur að bera á því að afgangurinn færi fyrir björg. Mikil mávamergð bíður þar máltíðar sinnar og nokkur ummerki um urðunina eru að finna á svæðinu. Hann segir urðunarmál þetta hafa beinst að fyrirtækjunum Auðbjörg og Hafnarnesi. Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri Auðbjargar, segir að fyrirtækið sturti ekki niður slóginu. „Við erum ekki að sturta þessu niður en ég veit ekki hvað þeir gera við þetta hjá Íslenska gámafélaginu,“ segir hann og kemur það heim og saman við málflutning Birgis.Fuglinn er ánægður með þennan urðunarmáta.Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir menn þó eitthvað vera að ruglast á fyrirtækjum. „Við gerum þetta ekki og Auðbjörg er ekki í viðskiptum hjá okkur,“ segir hann. Hann segir hins vegar brýna þörf á urðunarstöð á Suðurnesjum. „Það er alveg ljóst að ef uppfylla á allar þær kröfur sem gerðar eru þá verður slík stöð að koma til. Það er ekki hægt að menn verði að keyra jafnvel hundruð kílómetra með nokkur tonn af slógi.“ Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss, segir að það sé heilbrigðiseftirlitsins en ekki bæjaryfirvalda að beita valdi í þessu máli. Hins vegar sé mikilvægast að ráða fram úr vandanum og finna hagkvæma lausn þar sem engin bræðsla sé á svæðinu. Ármann segir að verið sé að vinna með slíka lausn, eins og Birgir gat um, en framkvæmd hennar hafi tekið lengri tíma en vænst hafi verið. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Áratuga hefð hefur skapast fyrir því að urða slóg frá að minnsta kosti tveimur fiskverkunum í Þorlákshöfn með því að sturta því fram af bjargbrún skammt við þorpið. Illa gengur að koma í veg fyrir þetta lögbrot þótt Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi reynt það í árafjöld og bæjaryfirvöld hafi einnig ýtt á eftir því að lausn finnist á málinu. Gunnsteinn R. Ómarsson, nýráðinn bæjarstjóri Ölfuss, segir þetta vera skýrt lögbrot sem ekki verði látið líðast.Ekki fer allt beinustu leið í sjóinn.Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á umhverfis- og mengunarvarnarsviði hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, segir að komið hafi verið á samstarfi við Matís og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands með það fyrir augum að nýta fiskafganginn til að framleiða áburð. Hafi það gengið með ágætum um sinn en svo fór aftur að bera á því að afgangurinn færi fyrir björg. Mikil mávamergð bíður þar máltíðar sinnar og nokkur ummerki um urðunina eru að finna á svæðinu. Hann segir urðunarmál þetta hafa beinst að fyrirtækjunum Auðbjörg og Hafnarnesi. Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri Auðbjargar, segir að fyrirtækið sturti ekki niður slóginu. „Við erum ekki að sturta þessu niður en ég veit ekki hvað þeir gera við þetta hjá Íslenska gámafélaginu,“ segir hann og kemur það heim og saman við málflutning Birgis.Fuglinn er ánægður með þennan urðunarmáta.Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir menn þó eitthvað vera að ruglast á fyrirtækjum. „Við gerum þetta ekki og Auðbjörg er ekki í viðskiptum hjá okkur,“ segir hann. Hann segir hins vegar brýna þörf á urðunarstöð á Suðurnesjum. „Það er alveg ljóst að ef uppfylla á allar þær kröfur sem gerðar eru þá verður slík stöð að koma til. Það er ekki hægt að menn verði að keyra jafnvel hundruð kílómetra með nokkur tonn af slógi.“ Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss, segir að það sé heilbrigðiseftirlitsins en ekki bæjaryfirvalda að beita valdi í þessu máli. Hins vegar sé mikilvægast að ráða fram úr vandanum og finna hagkvæma lausn þar sem engin bræðsla sé á svæðinu. Ármann segir að verið sé að vinna með slíka lausn, eins og Birgir gat um, en framkvæmd hennar hafi tekið lengri tíma en vænst hafi verið.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira