Innlent

Bátur Lotnu sokkinn á Flateyri

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hafnarstjóri segir gamla báta í höfnum stundum gleymast og að þeir sökkvi þá að lokum.
Hafnarstjóri segir gamla báta í höfnum stundum gleymast og að þeir sökkvi þá að lokum. Fréttablaðið/María Lilja
Bátur fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækisins Lotnu á Flateyri sökk á laugardag þar sem hann var staðsettur í höfninni. Fyrirtækið var nýverið tímabundið svipt byggðakvóta.

„Það var engin mengun eða neitt þar sem allir olíutankar voru tómir,“ segir Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Hann segir engan vafa leika á því að eigendur bátsins beri ábyrgð á því að ná honum upp úr höfninni. „Þeir hafa fullvissað mig um að þeir ætli að ná honum upp,“ fullyrðir Guðmundur. Að hans sögn hófst undirbúningur við það strax í gær en báturinn hefur verið í höfninni í um tvö ár. „Þeir hafa eitthvað verið að róa á honum,“ telur Guðmundur.

Hann segir það geta orðið erfitt að ná bátum upp þegar þeir sökkva. „En hann næst upp,“ segir hann fullviss og segir ýmsar aðgerðir tækar til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×