Innlent

Skúrinn brann til grunna

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Slökkviliðsmenn gátu lítið gert til þess að bjarga skúrnum.
Slökkviliðsmenn gátu lítið gert til þess að bjarga skúrnum.
Skúr brann til grunna á bænum Skálatanga við Innra-Hólmsveg í Hvalfjarðarsveit aðfaranótt sunnudags. Enginn var á bænum þegar eldsins varð vart en vegfarandi sem átti leið hjá hringdi í Neyðarlínuna. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn var skúrinn alelda og lítið var hægt að gera til að bjarga honum.

Þetta segir Valdimar Sólbergsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, í samtali við Skessuhorn. Að hans sögn var ekkert rafmagn á skúrnum. Slökkvistarf tók um tvö tíma.

Unnið er að rannsókn á tildrögum brunans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×