Vesturbyggð vill ræða sameiningu við Tálknafjörð Þorgils Jónsson skrifar 6. ágúst 2013 09:00 Bæjarráð Vesturbyggðar hefur óskað eftir viðræðum við Tálknafjarðarhrepp um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjaryfirvöld í Vesturbyggð vilja hefja viðræður við Tálknafjarðarhrepp um sameiningu sveitarfélaga með það að markmiði að kosið verði um sameininguna í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Bæjarráð Vesturbyggðar óskaði á síðasta fundi sínum eftir formlegum viðræðum við hreppsnefnd Tálknafjarðar um málið. Vesturbyggð varð til með sameiningu Patreksfjarðar-, Bíldudals-, Barðastrandar- og Rauðasandshrepps árið 1994, en árið áður höfðu íbúar Tálknafjarðar hafnað sameiningu í kosningum og þeir gerðu slíkt hið sama áður en sameining Vesturbyggðar gekk í gegn.Árið 2005 var enn á ný kosið og höfnuðu bæði Tálknfirðingar og íbúar Vesturbyggðar sameiningaráformum. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að síðustu ár hafi samstarf milli sveitarfélaganna aukist til muna, meðal annars á sviðum félags- og skipulagsmála. „Í ljósi þess og þeirrar uppbyggingar sem er að verða hér á sunnanverðum Vestfjörðum er bara eðlilegt að skoða þennan valkost,“ segir hún og bætir við aðspurð að hugur fólks á svæðinu standi til enn frekara samstarfs. „Já, ekki spurning. Þetta gengur allt út á það að efla bæði sveitarfélögin og bjóða upp á betri þjónustu við íbúana.“ Rekstur Vesturbyggðar gekk lengi illa en viðsnúningur hefur verið síðustu árin, sem Ásthildur segist aðspurð trúa að muni skipta máli í sameiningarþreifingum. „Já, vafalaust. Við teljum okkur vera orðin sjálfbær í rekstri og sveitarfélagið er sífellt að verða öflugra og tekjugrunnurinn sterkari með öflugra atvinnulífi.“ Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti hreppsnefndar í Tálknafirði, segir að hreppsnefndin komi ekki saman fyrr en í september og fyrr verði ekki tekin formleg afstaða til óskarinnar. „Þetta hefur komið til tals annað slagið á samráðsfundum sveitarfélaganna, en mín persónulega skoðun í þessum efnum er að við eigum ekki að hreyfa við neinu nema við höfum íbúana að baki okkur.“ Eyrún segir að íbúaþing verði haldið í bænum í haust og þar muni sameining sveitarfélaganna eflaust koma til tals. „En samtal er til alls fyrst, og það er aldrei slæmt að ræða saman um þessa hluti. Við eigum mikið samstarf á mörgum sviðum og framhaldið þarf að vega og meta á hlutlægan hátt.“ Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Vesturbyggð vilja hefja viðræður við Tálknafjarðarhrepp um sameiningu sveitarfélaga með það að markmiði að kosið verði um sameininguna í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Bæjarráð Vesturbyggðar óskaði á síðasta fundi sínum eftir formlegum viðræðum við hreppsnefnd Tálknafjarðar um málið. Vesturbyggð varð til með sameiningu Patreksfjarðar-, Bíldudals-, Barðastrandar- og Rauðasandshrepps árið 1994, en árið áður höfðu íbúar Tálknafjarðar hafnað sameiningu í kosningum og þeir gerðu slíkt hið sama áður en sameining Vesturbyggðar gekk í gegn.Árið 2005 var enn á ný kosið og höfnuðu bæði Tálknfirðingar og íbúar Vesturbyggðar sameiningaráformum. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að síðustu ár hafi samstarf milli sveitarfélaganna aukist til muna, meðal annars á sviðum félags- og skipulagsmála. „Í ljósi þess og þeirrar uppbyggingar sem er að verða hér á sunnanverðum Vestfjörðum er bara eðlilegt að skoða þennan valkost,“ segir hún og bætir við aðspurð að hugur fólks á svæðinu standi til enn frekara samstarfs. „Já, ekki spurning. Þetta gengur allt út á það að efla bæði sveitarfélögin og bjóða upp á betri þjónustu við íbúana.“ Rekstur Vesturbyggðar gekk lengi illa en viðsnúningur hefur verið síðustu árin, sem Ásthildur segist aðspurð trúa að muni skipta máli í sameiningarþreifingum. „Já, vafalaust. Við teljum okkur vera orðin sjálfbær í rekstri og sveitarfélagið er sífellt að verða öflugra og tekjugrunnurinn sterkari með öflugra atvinnulífi.“ Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti hreppsnefndar í Tálknafirði, segir að hreppsnefndin komi ekki saman fyrr en í september og fyrr verði ekki tekin formleg afstaða til óskarinnar. „Þetta hefur komið til tals annað slagið á samráðsfundum sveitarfélaganna, en mín persónulega skoðun í þessum efnum er að við eigum ekki að hreyfa við neinu nema við höfum íbúana að baki okkur.“ Eyrún segir að íbúaþing verði haldið í bænum í haust og þar muni sameining sveitarfélaganna eflaust koma til tals. „En samtal er til alls fyrst, og það er aldrei slæmt að ræða saman um þessa hluti. Við eigum mikið samstarf á mörgum sviðum og framhaldið þarf að vega og meta á hlutlægan hátt.“
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira