Vesturbyggð vill ræða sameiningu við Tálknafjörð Þorgils Jónsson skrifar 6. ágúst 2013 09:00 Bæjarráð Vesturbyggðar hefur óskað eftir viðræðum við Tálknafjarðarhrepp um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjaryfirvöld í Vesturbyggð vilja hefja viðræður við Tálknafjarðarhrepp um sameiningu sveitarfélaga með það að markmiði að kosið verði um sameininguna í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Bæjarráð Vesturbyggðar óskaði á síðasta fundi sínum eftir formlegum viðræðum við hreppsnefnd Tálknafjarðar um málið. Vesturbyggð varð til með sameiningu Patreksfjarðar-, Bíldudals-, Barðastrandar- og Rauðasandshrepps árið 1994, en árið áður höfðu íbúar Tálknafjarðar hafnað sameiningu í kosningum og þeir gerðu slíkt hið sama áður en sameining Vesturbyggðar gekk í gegn.Árið 2005 var enn á ný kosið og höfnuðu bæði Tálknfirðingar og íbúar Vesturbyggðar sameiningaráformum. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að síðustu ár hafi samstarf milli sveitarfélaganna aukist til muna, meðal annars á sviðum félags- og skipulagsmála. „Í ljósi þess og þeirrar uppbyggingar sem er að verða hér á sunnanverðum Vestfjörðum er bara eðlilegt að skoða þennan valkost,“ segir hún og bætir við aðspurð að hugur fólks á svæðinu standi til enn frekara samstarfs. „Já, ekki spurning. Þetta gengur allt út á það að efla bæði sveitarfélögin og bjóða upp á betri þjónustu við íbúana.“ Rekstur Vesturbyggðar gekk lengi illa en viðsnúningur hefur verið síðustu árin, sem Ásthildur segist aðspurð trúa að muni skipta máli í sameiningarþreifingum. „Já, vafalaust. Við teljum okkur vera orðin sjálfbær í rekstri og sveitarfélagið er sífellt að verða öflugra og tekjugrunnurinn sterkari með öflugra atvinnulífi.“ Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti hreppsnefndar í Tálknafirði, segir að hreppsnefndin komi ekki saman fyrr en í september og fyrr verði ekki tekin formleg afstaða til óskarinnar. „Þetta hefur komið til tals annað slagið á samráðsfundum sveitarfélaganna, en mín persónulega skoðun í þessum efnum er að við eigum ekki að hreyfa við neinu nema við höfum íbúana að baki okkur.“ Eyrún segir að íbúaþing verði haldið í bænum í haust og þar muni sameining sveitarfélaganna eflaust koma til tals. „En samtal er til alls fyrst, og það er aldrei slæmt að ræða saman um þessa hluti. Við eigum mikið samstarf á mörgum sviðum og framhaldið þarf að vega og meta á hlutlægan hátt.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Vesturbyggð vilja hefja viðræður við Tálknafjarðarhrepp um sameiningu sveitarfélaga með það að markmiði að kosið verði um sameininguna í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Bæjarráð Vesturbyggðar óskaði á síðasta fundi sínum eftir formlegum viðræðum við hreppsnefnd Tálknafjarðar um málið. Vesturbyggð varð til með sameiningu Patreksfjarðar-, Bíldudals-, Barðastrandar- og Rauðasandshrepps árið 1994, en árið áður höfðu íbúar Tálknafjarðar hafnað sameiningu í kosningum og þeir gerðu slíkt hið sama áður en sameining Vesturbyggðar gekk í gegn.Árið 2005 var enn á ný kosið og höfnuðu bæði Tálknfirðingar og íbúar Vesturbyggðar sameiningaráformum. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að síðustu ár hafi samstarf milli sveitarfélaganna aukist til muna, meðal annars á sviðum félags- og skipulagsmála. „Í ljósi þess og þeirrar uppbyggingar sem er að verða hér á sunnanverðum Vestfjörðum er bara eðlilegt að skoða þennan valkost,“ segir hún og bætir við aðspurð að hugur fólks á svæðinu standi til enn frekara samstarfs. „Já, ekki spurning. Þetta gengur allt út á það að efla bæði sveitarfélögin og bjóða upp á betri þjónustu við íbúana.“ Rekstur Vesturbyggðar gekk lengi illa en viðsnúningur hefur verið síðustu árin, sem Ásthildur segist aðspurð trúa að muni skipta máli í sameiningarþreifingum. „Já, vafalaust. Við teljum okkur vera orðin sjálfbær í rekstri og sveitarfélagið er sífellt að verða öflugra og tekjugrunnurinn sterkari með öflugra atvinnulífi.“ Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti hreppsnefndar í Tálknafirði, segir að hreppsnefndin komi ekki saman fyrr en í september og fyrr verði ekki tekin formleg afstaða til óskarinnar. „Þetta hefur komið til tals annað slagið á samráðsfundum sveitarfélaganna, en mín persónulega skoðun í þessum efnum er að við eigum ekki að hreyfa við neinu nema við höfum íbúana að baki okkur.“ Eyrún segir að íbúaþing verði haldið í bænum í haust og þar muni sameining sveitarfélaganna eflaust koma til tals. „En samtal er til alls fyrst, og það er aldrei slæmt að ræða saman um þessa hluti. Við eigum mikið samstarf á mörgum sviðum og framhaldið þarf að vega og meta á hlutlægan hátt.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira