Innlent

Búið að meta tjón á skógrækt

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Grjóthrun hefur ógnað Ísafjarðarbæ.
Grjóthrun hefur ógnað Ísafjarðarbæ.
Búið er að meta tjón á skógrækt sem fjarlægð verður vegna ofanflóðavarnargarðs við Skutulsfjörð. „Skógræktarfélagið fær eingreiðslu fyrir raskið og er í sjálfsvald sett hvað það gerir við peningana,“ sagði Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, við fréttavefinn BB. Matssamningurinn er sanngjarn fyrir báða aðila.

Gísli Eiríksson, formaður Skógræktarfélags Ísafjarðar, vildi ekki tjá sig um málið fyrr en því væri að fullu lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×