Sumarliði færist skrefi nær því að komast í geiminn Kristjana Arnarsdóttir skrifar 3. júlí 2013 07:30 Sumarliði Þorsteinsson býr sig undir þolpróf sem fram fer 12. ágúst. Ef hann verður efstur í þolprófinu fær hann að fara í geimfaraþjálfun í Kennedy Space Center og kemst mögulega út í geim. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Nú er ég bara að undirbúa mig fyrir þolprófið sem fer fram 10. ágúst,“ segir skrúðgarðyrkjusérfræðingurinn Sumarliði Þorsteinsson, en hann sigraði með yfirburðum netkosningu í Svíþjóð á vegum Apollo Space Academy og herrasnyrtimerkisins AXE og færist nú skrefi nær því að komast alla leið út í geim. AXE hóf samstarf með hinum heimsþekkta tunglfara Buzz Aldrin, og efndi til keppni þar sem 22 einstaklingar eiga tækifæri á því að komast út í geim. Keppnin fór af stað í sextíu löndum í janúar, en Sumarliði var þá búsettur í Svíþjóð og gat því skráð sig til keppni þar í landi. „Keppnin skiptist eiginlega í þrjár síur. Fyrst er það þessi atkvæðagreiðsla sem er búin, því næst er þolpróf sem fer fram í hverju landi fyrir sig og þeim sem sigra þolprófin er svo boðið til Flórída í Kennedy Space Center og fara í alvöru geimfaraþjálfun,“ segir Sumarliði, sem undirbýr sig nú af krafti undir þolprófið mikla. „Ég æfi mikið úti, hleyp og syndi, og fer í ræktina.“ Alls taka tólf manns þátt í þolprófinu í Svíþjóð í ágúst en aðeins sigurvegarinn fær að fara til Flórída. Töluvert fleiri keppa í þolprófunum í hinum löndunum. „Það eru um 200 manns sem taka þátt í Bretlandi svo líkurnar mínar eru þannig lagað séð góðar. Ég þarf bara að sigra þessa ellefu,“ segir Sumarliði.Bjarni Tryggvason, geimfari.„Í geimfaraþjálfuninni fær maður að fljúga í flugvél sem slökkt verður á og hún látin droppa og svo verður farið með mann í þotu á tvöföldum hljóðhraða. Svo verður farið í svokallaða togkraftskúlu, eða „g-force“ kúlu, þar sem hraðinn og togkrafturinn er alveg þvílíkur. Þetta yrði alveg fáránlega skemmtilegt.“ Eini íslenski geimfarinnBjarni Tryggvason er eini íslenski geimfarinn til þessa. Bjarni er fæddur í Reykjavík en hefur þó lengst af búið í Vancouver í Kanada. Hann fór út í geim með geimferjunni Discovery 7 hinn 19. ágúst árið 1997 ásamt fimm öðrum áhafnarmeðlimum. Geimferðin tók 11 daga, 20 klukkustundir og 28 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá tvö kynningarmyndbönd fyrir geimferðirnar á vegum AXE. Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira
„Nú er ég bara að undirbúa mig fyrir þolprófið sem fer fram 10. ágúst,“ segir skrúðgarðyrkjusérfræðingurinn Sumarliði Þorsteinsson, en hann sigraði með yfirburðum netkosningu í Svíþjóð á vegum Apollo Space Academy og herrasnyrtimerkisins AXE og færist nú skrefi nær því að komast alla leið út í geim. AXE hóf samstarf með hinum heimsþekkta tunglfara Buzz Aldrin, og efndi til keppni þar sem 22 einstaklingar eiga tækifæri á því að komast út í geim. Keppnin fór af stað í sextíu löndum í janúar, en Sumarliði var þá búsettur í Svíþjóð og gat því skráð sig til keppni þar í landi. „Keppnin skiptist eiginlega í þrjár síur. Fyrst er það þessi atkvæðagreiðsla sem er búin, því næst er þolpróf sem fer fram í hverju landi fyrir sig og þeim sem sigra þolprófin er svo boðið til Flórída í Kennedy Space Center og fara í alvöru geimfaraþjálfun,“ segir Sumarliði, sem undirbýr sig nú af krafti undir þolprófið mikla. „Ég æfi mikið úti, hleyp og syndi, og fer í ræktina.“ Alls taka tólf manns þátt í þolprófinu í Svíþjóð í ágúst en aðeins sigurvegarinn fær að fara til Flórída. Töluvert fleiri keppa í þolprófunum í hinum löndunum. „Það eru um 200 manns sem taka þátt í Bretlandi svo líkurnar mínar eru þannig lagað séð góðar. Ég þarf bara að sigra þessa ellefu,“ segir Sumarliði.Bjarni Tryggvason, geimfari.„Í geimfaraþjálfuninni fær maður að fljúga í flugvél sem slökkt verður á og hún látin droppa og svo verður farið með mann í þotu á tvöföldum hljóðhraða. Svo verður farið í svokallaða togkraftskúlu, eða „g-force“ kúlu, þar sem hraðinn og togkrafturinn er alveg þvílíkur. Þetta yrði alveg fáránlega skemmtilegt.“ Eini íslenski geimfarinnBjarni Tryggvason er eini íslenski geimfarinn til þessa. Bjarni er fæddur í Reykjavík en hefur þó lengst af búið í Vancouver í Kanada. Hann fór út í geim með geimferjunni Discovery 7 hinn 19. ágúst árið 1997 ásamt fimm öðrum áhafnarmeðlimum. Geimferðin tók 11 daga, 20 klukkustundir og 28 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá tvö kynningarmyndbönd fyrir geimferðirnar á vegum AXE.
Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira