Sumarliði færist skrefi nær því að komast í geiminn Kristjana Arnarsdóttir skrifar 3. júlí 2013 07:30 Sumarliði Þorsteinsson býr sig undir þolpróf sem fram fer 12. ágúst. Ef hann verður efstur í þolprófinu fær hann að fara í geimfaraþjálfun í Kennedy Space Center og kemst mögulega út í geim. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Nú er ég bara að undirbúa mig fyrir þolprófið sem fer fram 10. ágúst,“ segir skrúðgarðyrkjusérfræðingurinn Sumarliði Þorsteinsson, en hann sigraði með yfirburðum netkosningu í Svíþjóð á vegum Apollo Space Academy og herrasnyrtimerkisins AXE og færist nú skrefi nær því að komast alla leið út í geim. AXE hóf samstarf með hinum heimsþekkta tunglfara Buzz Aldrin, og efndi til keppni þar sem 22 einstaklingar eiga tækifæri á því að komast út í geim. Keppnin fór af stað í sextíu löndum í janúar, en Sumarliði var þá búsettur í Svíþjóð og gat því skráð sig til keppni þar í landi. „Keppnin skiptist eiginlega í þrjár síur. Fyrst er það þessi atkvæðagreiðsla sem er búin, því næst er þolpróf sem fer fram í hverju landi fyrir sig og þeim sem sigra þolprófin er svo boðið til Flórída í Kennedy Space Center og fara í alvöru geimfaraþjálfun,“ segir Sumarliði, sem undirbýr sig nú af krafti undir þolprófið mikla. „Ég æfi mikið úti, hleyp og syndi, og fer í ræktina.“ Alls taka tólf manns þátt í þolprófinu í Svíþjóð í ágúst en aðeins sigurvegarinn fær að fara til Flórída. Töluvert fleiri keppa í þolprófunum í hinum löndunum. „Það eru um 200 manns sem taka þátt í Bretlandi svo líkurnar mínar eru þannig lagað séð góðar. Ég þarf bara að sigra þessa ellefu,“ segir Sumarliði.Bjarni Tryggvason, geimfari.„Í geimfaraþjálfuninni fær maður að fljúga í flugvél sem slökkt verður á og hún látin droppa og svo verður farið með mann í þotu á tvöföldum hljóðhraða. Svo verður farið í svokallaða togkraftskúlu, eða „g-force“ kúlu, þar sem hraðinn og togkrafturinn er alveg þvílíkur. Þetta yrði alveg fáránlega skemmtilegt.“ Eini íslenski geimfarinnBjarni Tryggvason er eini íslenski geimfarinn til þessa. Bjarni er fæddur í Reykjavík en hefur þó lengst af búið í Vancouver í Kanada. Hann fór út í geim með geimferjunni Discovery 7 hinn 19. ágúst árið 1997 ásamt fimm öðrum áhafnarmeðlimum. Geimferðin tók 11 daga, 20 klukkustundir og 28 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá tvö kynningarmyndbönd fyrir geimferðirnar á vegum AXE. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
„Nú er ég bara að undirbúa mig fyrir þolprófið sem fer fram 10. ágúst,“ segir skrúðgarðyrkjusérfræðingurinn Sumarliði Þorsteinsson, en hann sigraði með yfirburðum netkosningu í Svíþjóð á vegum Apollo Space Academy og herrasnyrtimerkisins AXE og færist nú skrefi nær því að komast alla leið út í geim. AXE hóf samstarf með hinum heimsþekkta tunglfara Buzz Aldrin, og efndi til keppni þar sem 22 einstaklingar eiga tækifæri á því að komast út í geim. Keppnin fór af stað í sextíu löndum í janúar, en Sumarliði var þá búsettur í Svíþjóð og gat því skráð sig til keppni þar í landi. „Keppnin skiptist eiginlega í þrjár síur. Fyrst er það þessi atkvæðagreiðsla sem er búin, því næst er þolpróf sem fer fram í hverju landi fyrir sig og þeim sem sigra þolprófin er svo boðið til Flórída í Kennedy Space Center og fara í alvöru geimfaraþjálfun,“ segir Sumarliði, sem undirbýr sig nú af krafti undir þolprófið mikla. „Ég æfi mikið úti, hleyp og syndi, og fer í ræktina.“ Alls taka tólf manns þátt í þolprófinu í Svíþjóð í ágúst en aðeins sigurvegarinn fær að fara til Flórída. Töluvert fleiri keppa í þolprófunum í hinum löndunum. „Það eru um 200 manns sem taka þátt í Bretlandi svo líkurnar mínar eru þannig lagað séð góðar. Ég þarf bara að sigra þessa ellefu,“ segir Sumarliði.Bjarni Tryggvason, geimfari.„Í geimfaraþjálfuninni fær maður að fljúga í flugvél sem slökkt verður á og hún látin droppa og svo verður farið með mann í þotu á tvöföldum hljóðhraða. Svo verður farið í svokallaða togkraftskúlu, eða „g-force“ kúlu, þar sem hraðinn og togkrafturinn er alveg þvílíkur. Þetta yrði alveg fáránlega skemmtilegt.“ Eini íslenski geimfarinnBjarni Tryggvason er eini íslenski geimfarinn til þessa. Bjarni er fæddur í Reykjavík en hefur þó lengst af búið í Vancouver í Kanada. Hann fór út í geim með geimferjunni Discovery 7 hinn 19. ágúst árið 1997 ásamt fimm öðrum áhafnarmeðlimum. Geimferðin tók 11 daga, 20 klukkustundir og 28 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá tvö kynningarmyndbönd fyrir geimferðirnar á vegum AXE.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira