Olnbogabarn á Hljómalindarreitnum Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júní 2013 22:00 Kaffihúsið Hemmi og Valdi hefur verið starfrækt í gamla Hljómalindarhúsinu við Laugaveg 21 í sex ár. Fréttablaðið/GVA Ekki eru allir á eitt sáttir um fyrirhugaðar framkvæmdir við Hljómalindarreit í miðborg Reykjavíkur. Rætt hefur verið um að reisa þar hús undir atvinnurekstur, hótel og íbúðahúsnæði, svo eitthvað sé nefnt. Þá ríkir óánægja meðal rekstraraðila á reitnum sem sumir hverjir kvarta undan samskiptaleysi á milli eigenda og þeirra sem starfrækja rekstur við reitinn. Fasteignafélagið Reginn sá um söluna á eignunum fyrir hönd Landsbankans, og stofnaði til þess dótturfélagið Laugavegsreitir ehf. Svo fór fasteignafélagið Reginn á markað, og þannig var annað dótturfélag Landsbankans, Hömlur, látið selja eignina. Reginn var þó með söluna í umsýslu. Nýir eigendur reitsins eru Þingvangur, en þar fer fremstur í flokki Pálmar Harðarson. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar fréttastofa 365 falaðist eftir viðbrögðum. Þannig er ljóst að boðleiðirnar eru ansi margar. „Nýir eigendur hafa bæði boðið mér að kaupa húsið að Laugavegi 21, sem ég vildi og bauð í í október í fyrra, og svo dregið það tilbaka - boðist til að framlengja leigusamninginn, sem hefur enn ekki orðið - og boðið mér að kaupa húsnæðið við Laugaveg 23, en hættu líka við það. Það er erfitt að vera með lítinn rekstur í svona umhverfi,“ sagði Villý Þór Ólafsson, eigandi kaffihússins Hemma og Valda. Leigusamningur Hemma og Valda rann út þann 1. apríl síðastliðinn. „Ég hef reynt margoft að ná í nýja eigendur til þess að finna út úr þessu en þeir hafa aldrei viljað hitta okkur. Þess í stað höfum við bara fengið óljós svör frá ósýnilegum mönnum í gegnum tölvupóst. Svo var það í lok maí sem ég fékk tölvupóst frá Landsbankanum um að ég skyldi rýma strax,“ sagði Villý jafnframt. „Þetta er búið að vera rosalega erfitt í allan vetur. Við erum með fólk í vinnu og þetta eru engar aðstæður til þess að starfa í, að lifa í von og ótta með það hvort menn séu á vöktum út vikuna eða ekki,“ bætti Villý við. Húsið sem Hemmi og Valdi er starfrækt í er friðað. „Þetta er hálfgert olnbogabarn. Það má ekki breyta húsinu að utan, það má ekki byggja við það og ekki rífa það,“ en Villý hefur enginn svör fengið um hvað skuli gera með húsið eftir að honum er hent út. „Allir segja mér að halda áfram að berjast, en við þurfum að loka,“ sagði Villý að lokum. Við það að gefast upp Villý Þór Ólafsson er eigandi Hemma og Valda Fréttablaðið/Stefán Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ekki eru allir á eitt sáttir um fyrirhugaðar framkvæmdir við Hljómalindarreit í miðborg Reykjavíkur. Rætt hefur verið um að reisa þar hús undir atvinnurekstur, hótel og íbúðahúsnæði, svo eitthvað sé nefnt. Þá ríkir óánægja meðal rekstraraðila á reitnum sem sumir hverjir kvarta undan samskiptaleysi á milli eigenda og þeirra sem starfrækja rekstur við reitinn. Fasteignafélagið Reginn sá um söluna á eignunum fyrir hönd Landsbankans, og stofnaði til þess dótturfélagið Laugavegsreitir ehf. Svo fór fasteignafélagið Reginn á markað, og þannig var annað dótturfélag Landsbankans, Hömlur, látið selja eignina. Reginn var þó með söluna í umsýslu. Nýir eigendur reitsins eru Þingvangur, en þar fer fremstur í flokki Pálmar Harðarson. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar fréttastofa 365 falaðist eftir viðbrögðum. Þannig er ljóst að boðleiðirnar eru ansi margar. „Nýir eigendur hafa bæði boðið mér að kaupa húsið að Laugavegi 21, sem ég vildi og bauð í í október í fyrra, og svo dregið það tilbaka - boðist til að framlengja leigusamninginn, sem hefur enn ekki orðið - og boðið mér að kaupa húsnæðið við Laugaveg 23, en hættu líka við það. Það er erfitt að vera með lítinn rekstur í svona umhverfi,“ sagði Villý Þór Ólafsson, eigandi kaffihússins Hemma og Valda. Leigusamningur Hemma og Valda rann út þann 1. apríl síðastliðinn. „Ég hef reynt margoft að ná í nýja eigendur til þess að finna út úr þessu en þeir hafa aldrei viljað hitta okkur. Þess í stað höfum við bara fengið óljós svör frá ósýnilegum mönnum í gegnum tölvupóst. Svo var það í lok maí sem ég fékk tölvupóst frá Landsbankanum um að ég skyldi rýma strax,“ sagði Villý jafnframt. „Þetta er búið að vera rosalega erfitt í allan vetur. Við erum með fólk í vinnu og þetta eru engar aðstæður til þess að starfa í, að lifa í von og ótta með það hvort menn séu á vöktum út vikuna eða ekki,“ bætti Villý við. Húsið sem Hemmi og Valdi er starfrækt í er friðað. „Þetta er hálfgert olnbogabarn. Það má ekki breyta húsinu að utan, það má ekki byggja við það og ekki rífa það,“ en Villý hefur enginn svör fengið um hvað skuli gera með húsið eftir að honum er hent út. „Allir segja mér að halda áfram að berjast, en við þurfum að loka,“ sagði Villý að lokum. Við það að gefast upp Villý Þór Ólafsson er eigandi Hemma og Valda Fréttablaðið/Stefán
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira