Samskiptaleysi við ESA gæti ógilt fjölda laga Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 12. júní 2013 07:00 Xavier Lewis Líklegt er að fjöldi lagaákvæða og reglugerða sem íslensk stjórnvöld hafa lögfest á síðustu árum yrði felldur fyrir dómstólum þar sem farist hefur fyrir að tilkynna reglurnar til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Á þetta við um ýmiss konar takmarkanir á fjórfrelsisákvæðum Evrópuréttar. „Samkvæmt tilskipunum sem Íslandi ber að fylgja í samræmi við EES-samninginn skulu íslensk stjórnvöld bera undir ESA lög og reglugerðir sem varða ákveðna málaflokka. ESA fær hins vegar mjög fá slík erindi frá Íslandi, mun færri en stofnunin fær frá samanburðarlöndum,“ segir Xavier Lewis, forstöðumaður framkvæmda- og lögfræðisviðs ESA, og bætir við að þetta bendi til þess að íslensk stjórnvöld hafi vanrækt tilkynningaskyldu sína til ESA. Þá segir Lewis að þetta skapi ákveðin vandamál því EFTA-dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að reglugerðir á þessum sviðum sem ekki hafi verið tilkynntar til ESA séu í raun óvirkar. Þær geta því ekki lagt skyldur á herðar einstaklingum og rekstraraðilum. Dómafordæmið sem Lewis vísar til varðar mál sem íslenska heildverslunin HOB-vín höfðaði gegn ÁTVR eftir að verslunin hafnaði því að selja ákveðnar vörur þar sem umbúðir þeirra þóttu kynferðislegar. Ákvörðun ÁTVR byggði á ákvæði í lögum um verslun með áfengi og tóbak en eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur bað um ráðgefandi álit frá EFTA-dómstólnum komst síðarnefndi dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að lögin væru ógild þar sem ESA hefði ekki borist tilkynning um þau. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, segir að mikið sé um ákvæði sem þessi sem enginn fótur sé fyrir. Slík ákvæði séu á víð og dreif, einkum þegar kemur að réttarumhverfi fyrirtækja og innflutnings á vörum til landsins. „Íslensk stjórnvöld virðast gjörn á að sérsauma hinar ýmsu reglur sem ekki taka mið af innri markaðnum og skuldbindingum okkar samkvæmt EES-samningnum. Í þessum tilvikum ofmeta stjórnvöld gjarnan svigrúm sitt og hunsa þar að auki oft tilkynningaskyldu sína,“ segir Páll. Þá segir Páll að skort hafi á að einstaklingar og fyrirtæki láti reyna á reglur fyrir dómi. Þangað til það sé gert muni þessi ákvæði standa óhögguð, þessum aðilum og oft samfélaginu öllu til tjóns. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Líklegt er að fjöldi lagaákvæða og reglugerða sem íslensk stjórnvöld hafa lögfest á síðustu árum yrði felldur fyrir dómstólum þar sem farist hefur fyrir að tilkynna reglurnar til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Á þetta við um ýmiss konar takmarkanir á fjórfrelsisákvæðum Evrópuréttar. „Samkvæmt tilskipunum sem Íslandi ber að fylgja í samræmi við EES-samninginn skulu íslensk stjórnvöld bera undir ESA lög og reglugerðir sem varða ákveðna málaflokka. ESA fær hins vegar mjög fá slík erindi frá Íslandi, mun færri en stofnunin fær frá samanburðarlöndum,“ segir Xavier Lewis, forstöðumaður framkvæmda- og lögfræðisviðs ESA, og bætir við að þetta bendi til þess að íslensk stjórnvöld hafi vanrækt tilkynningaskyldu sína til ESA. Þá segir Lewis að þetta skapi ákveðin vandamál því EFTA-dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að reglugerðir á þessum sviðum sem ekki hafi verið tilkynntar til ESA séu í raun óvirkar. Þær geta því ekki lagt skyldur á herðar einstaklingum og rekstraraðilum. Dómafordæmið sem Lewis vísar til varðar mál sem íslenska heildverslunin HOB-vín höfðaði gegn ÁTVR eftir að verslunin hafnaði því að selja ákveðnar vörur þar sem umbúðir þeirra þóttu kynferðislegar. Ákvörðun ÁTVR byggði á ákvæði í lögum um verslun með áfengi og tóbak en eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur bað um ráðgefandi álit frá EFTA-dómstólnum komst síðarnefndi dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að lögin væru ógild þar sem ESA hefði ekki borist tilkynning um þau. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, segir að mikið sé um ákvæði sem þessi sem enginn fótur sé fyrir. Slík ákvæði séu á víð og dreif, einkum þegar kemur að réttarumhverfi fyrirtækja og innflutnings á vörum til landsins. „Íslensk stjórnvöld virðast gjörn á að sérsauma hinar ýmsu reglur sem ekki taka mið af innri markaðnum og skuldbindingum okkar samkvæmt EES-samningnum. Í þessum tilvikum ofmeta stjórnvöld gjarnan svigrúm sitt og hunsa þar að auki oft tilkynningaskyldu sína,“ segir Páll. Þá segir Páll að skort hafi á að einstaklingar og fyrirtæki láti reyna á reglur fyrir dómi. Þangað til það sé gert muni þessi ákvæði standa óhögguð, þessum aðilum og oft samfélaginu öllu til tjóns.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira