Innlent

11,4 milljónir í starfslokasamninga

Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar
Brottrekstur Sigrúnar Stefánsdóttur er helsta skýringin á 11,4 milljóna króna starfslokakostnaði Ríkisútvarpsins á fyrri helmingi rekstrarárs síns. Fréttablaðið/GVA
Brottrekstur Sigrúnar Stefánsdóttur er helsta skýringin á 11,4 milljóna króna starfslokakostnaði Ríkisútvarpsins á fyrri helmingi rekstrarárs síns. Fréttablaðið/GVA
Alls 9,9 milljóna króna tap varð af rekstri Ríkisútvarpsins (RÚV) á tímabilinu frá 1. september 2012 til 28. febrúar síðastliðins. Til samanburðar var níu milljóna króna hagnaður af starfsemi RÚV á sama tímabili ári fyrr. RÚV birti nýverið hálfsársuppgjör sitt vegna fyrrgreinds tímabils.

Rekstrartekjur RÚV á þessu hálfa ári jukust um 23,7 milljónir milli ára en rekstrargjöld jukust um 36,6 milljónir. Heildartekjur RÚV á þessu hálfa ári voru því alls 2,8 milljarðar króna en þar af var tæpur einn milljarður vegna auglýsinga.

Heildarlaun og þóknanir til æðstu stjórnenda RÚV jukust úr 57,8 milljónum í 74,6 milljónir á tímabilinu. Munar þar mestu um 11,4 milljónir króna vegna starfsloka. Kom fram í Viðskiptablaðinu í gær að þar hefðu vegið þyngst greiðslur vegna starfsloka Sigrúnar Stefánsdóttur, fyrrverandi dagskrárstjóra RÚV, sem sagt var upp í fyrra.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×