Leikaranum Will Smith var boðið titilhlutverkið í myndinni Django Unchained eftir Quentin Tarantino en hafnaði því og á endanum fór það svo að Jamie Foxx tók það að sér. Smith hefur nú, í viðtali við Entertainment Weekly, greint frá ástæðu þess að hann þekktist ekki þetta kostaboð Tarantinos.
„Django var ekki aðalhlutverkið. Ég þarf að vera í aðalhlutverki. Hinn karakterinn var aðalhlutverkið,“ útskýrði Smith og átti þar við hlutverkið sem hinn þýsk/austurríski Christoph Waltz lék í myndinni og hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki.
Will viðurkenndi þó að Django Unchained væri frábær bíómynd. „Hún var bara ekki fyrir mig.“
Vildi bara vera í aðalhlutverki
