Ég ætla að komast til Ríó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2013 06:00 Arnar bendir á að heimsmetið í maraþoni í hjólastólaakstri hafi verið sett af 48 ára gömlum Svía sem í dag er 54 ára. Hann hefur því nægan tíma til þess að koma sér í fremstu röð í íþróttinni. Mynd/OZZO Í september verða komin ellefu ár," segir Arnar Helgi Lárusson, íþróttamaður úr röðum fatlaðra. Arnar Helgi er lamaður frá geirvörtum og niður úr, en hann lenti í mótorhjólaslysi árið 2002. Þá var hann við æfingar fyrir keppni í kvartmílu. „Ég hef alltaf á seinni árum verið að pæla í íþróttum en ekki fundið mig í neinu," segir Arnar Helgi, sem er 36 ára. Hjólastólaakstur er ein allra vinsælasta greinin á Ólympíumóti fatlaðra og var ein sú greina sem Arnar prófaði. Hann pantaði notaðan stól af eBay með það fyrir augum að koma honum í stand. „Þetta var eins og að vera með krummafót," segir Keflvíkingurinn, sem gafst upp á stólnum. Keppnisfólk í hjólastólaakstri notar sérsmíðaða stóla sem eru mjög dýrir. Í staðinn ákvað Arnar Helgi að hefja æfingar í sínum hefðbundna hjólastól. Sumarið 2010 fór hann að fara 3-4 kílómetra og sumarið eftir voru ferðirnar orðnar fimmtán kílómetra langar. Síðastliðið sumar var stefnan sett á Reykjavíkurmaraþonið og markmiðið var einfalt. „Ég ætlaði ekki að verða síðastur," segir Arnar, sem gerði gott betur. Hann fór vegalengdina á rúmum fimm klukkustundum og hafnaði í 604. sæti en alls hófu 817 keppni. „Ég var mjög ánægður."Símtalið sem breytti öllu Skömmu eftir Reykjavíkurmaraþonið fékk Arnar símtal frá Haraldi Hreggviðssyni. Haraldur hafði verið með Arnari á sjó þegar sá síðarnefndi var táningur. Haraldur spurði Arnar hvort hann væri tilbúinn að láta slag standa ef Lionsklúbburinn í Njarðvík gæti fjármagnað kaup á keppnisstól fyrir hann. „Símtalið kom mér mjög mikið á óvart," segir Arnar, sem þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Nokkrum vikum síðar var hann kominn til Englands þar sem stóllinn var smíðaður í kringum hann. „Stólinn er smíðaður nákvæmlega eftir mínum lærum og mínum rassi," segir Arnar, sem kann Lionsklúbbnum í Njarðvík skiljanlega bestu þakkir fyrir aðstoðina. Haraldur og félagar hafi leitað til fleiri félaga í hreyfingunni auk verkalýðsfélaga sem hafi komið að málinu. Stóllinn einn og sér kostar um milljón en einnig var ferðalag Arnars og dvölin í Englandi fjármögnuð af sömu aðilum. Keppendur í sams konar hjólastól unnu til sjö gullverðlauna og fjórtán silfurverðlauna á Ólympíumótinu í London í sumar. Þeir gerast því ekki betri á markaðnum en framleiðendur að stólum í heiminum eru sex til átta að því er Arnar telur.Arnar Helgi ásamt konu sinni Sóleyju Báru Garðarsdóttur, sem hjólaði með honum í Reykjavíkurmaraþoninu síðastliðið sumar.Miklar framfarir á skömmum tíma Arnar hefur æft í stólnum í þrjá mánuði og urðu framfarirnar miklar á skömmum tíma. Hann segist hafa verið orðinn móður og másandi fyrst þegar hann náði mest fjórtán kílómetra hraða á klukkustund. „Núna næ ég hraðanum 22-25 km/klst.," segir Arnar. Hann bendir á að þeir sem standi fremst í hans grein nái um 32 kílómetra hraða á klukkustund. Tæknilega hliðin er þó það sem Arnar leggur mesta áherslu á fyrsta árið. Hann æfir undir handleiðslu Kára Jónssonar, landsliðsþjálfara fatlaðra í frjálsum íþróttum. Í venjulegum hjólastólum grípa menn um hringina og snúa. „Ég geri það kannski fyrstu fjóra eða fimm metrana í þessum stól en svo er ég farinn að lemja. Ég er í sérstökum hönskum, líkum boxhönskum, og lem á hringinn," segir Arnar enda engin leið að grípa um hringina þegar komið er á mikinn hraða."Vinna lögð til hliðar Arnar, sem er í Íþróttafélaginu NES, fær að æfa í Laugardalshöllinni tvisvar í viku í tvær klukkustundir í senn. „Ég nýti hverja mínútu," segir Arnar, sem lyftir hina dagana. Hann er í fötlunarflokki 53 sem stendur en endanleg flokkun verður ekki ljós fyrr en á hans fyrsta móti erlendis. Arnar stundar einn Íslendinga íþróttina sem stendur. Hann þykist þó vita að fleiri sem bundnir séu hjólastól muni smitast af honum og taki hann öllum félagsskap og samkeppni fagnandi. „Það væri best að fá einn ungan og hraðan sem ég gæti elt." Arnar Helgi hefur undanfarin ár starfað sem bókari en hefur lagt starfið á hilluna til að helga sig íþrótt sinni. Spurður hvort bókarinn hafi ekki áhyggjur af fjárhagslegu hliðinni segir Arnar: „Það er mjög gott að vera ekkert mjög mikið að pæla í því," segir Arnar kíminn. Hann bendir þó á að bensínkostnaður einn og sér í janúar hafi verið 90 þúsund krónur enda keyrir hann nánast daglega á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Bifreiðin er ekki sparneytin vegna hjólastólanna sem fylgja Arnari hvert sem hann fer. Fyrir sumarið ætlar Arnar að koma sér í það gott form að hann geti æft af krafti tvisvar á dag. Markmiðið er einfalt. Ólympíumótið í Ríó árið 2016. „Ég ætla að komast til Ríó," segir Arnar. Þar er keppt í flestum sömu vegalengdum í hjólastólaakstri og í hlaupagreinum í frjálsum íþróttum. Hann einbeitir sér að styttri vegalengdum en þar liggur styrkur hans. „Lágmörk inn á stóru mótin í 100 metrunum er 16,4 sekúndur," segir Arnar sem fer vegalengdina í dag á um 20 sekúndum.Frumraunin Arnar keppir í fyrsta skipti á erlendri grundu í Hollandi í maí. Þá fyrst fær hann staðfestan fötlunarflokk sinn. „Ég ætla að henda mér strax út í djúpu laugina. Þá verða sex eða sjö hjólastólar á brautinni. Ég fæ ekki þá þjálfun hérna heima að vera að tuddast út í aðra." Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Í september verða komin ellefu ár," segir Arnar Helgi Lárusson, íþróttamaður úr röðum fatlaðra. Arnar Helgi er lamaður frá geirvörtum og niður úr, en hann lenti í mótorhjólaslysi árið 2002. Þá var hann við æfingar fyrir keppni í kvartmílu. „Ég hef alltaf á seinni árum verið að pæla í íþróttum en ekki fundið mig í neinu," segir Arnar Helgi, sem er 36 ára. Hjólastólaakstur er ein allra vinsælasta greinin á Ólympíumóti fatlaðra og var ein sú greina sem Arnar prófaði. Hann pantaði notaðan stól af eBay með það fyrir augum að koma honum í stand. „Þetta var eins og að vera með krummafót," segir Keflvíkingurinn, sem gafst upp á stólnum. Keppnisfólk í hjólastólaakstri notar sérsmíðaða stóla sem eru mjög dýrir. Í staðinn ákvað Arnar Helgi að hefja æfingar í sínum hefðbundna hjólastól. Sumarið 2010 fór hann að fara 3-4 kílómetra og sumarið eftir voru ferðirnar orðnar fimmtán kílómetra langar. Síðastliðið sumar var stefnan sett á Reykjavíkurmaraþonið og markmiðið var einfalt. „Ég ætlaði ekki að verða síðastur," segir Arnar, sem gerði gott betur. Hann fór vegalengdina á rúmum fimm klukkustundum og hafnaði í 604. sæti en alls hófu 817 keppni. „Ég var mjög ánægður."Símtalið sem breytti öllu Skömmu eftir Reykjavíkurmaraþonið fékk Arnar símtal frá Haraldi Hreggviðssyni. Haraldur hafði verið með Arnari á sjó þegar sá síðarnefndi var táningur. Haraldur spurði Arnar hvort hann væri tilbúinn að láta slag standa ef Lionsklúbburinn í Njarðvík gæti fjármagnað kaup á keppnisstól fyrir hann. „Símtalið kom mér mjög mikið á óvart," segir Arnar, sem þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Nokkrum vikum síðar var hann kominn til Englands þar sem stóllinn var smíðaður í kringum hann. „Stólinn er smíðaður nákvæmlega eftir mínum lærum og mínum rassi," segir Arnar, sem kann Lionsklúbbnum í Njarðvík skiljanlega bestu þakkir fyrir aðstoðina. Haraldur og félagar hafi leitað til fleiri félaga í hreyfingunni auk verkalýðsfélaga sem hafi komið að málinu. Stóllinn einn og sér kostar um milljón en einnig var ferðalag Arnars og dvölin í Englandi fjármögnuð af sömu aðilum. Keppendur í sams konar hjólastól unnu til sjö gullverðlauna og fjórtán silfurverðlauna á Ólympíumótinu í London í sumar. Þeir gerast því ekki betri á markaðnum en framleiðendur að stólum í heiminum eru sex til átta að því er Arnar telur.Arnar Helgi ásamt konu sinni Sóleyju Báru Garðarsdóttur, sem hjólaði með honum í Reykjavíkurmaraþoninu síðastliðið sumar.Miklar framfarir á skömmum tíma Arnar hefur æft í stólnum í þrjá mánuði og urðu framfarirnar miklar á skömmum tíma. Hann segist hafa verið orðinn móður og másandi fyrst þegar hann náði mest fjórtán kílómetra hraða á klukkustund. „Núna næ ég hraðanum 22-25 km/klst.," segir Arnar. Hann bendir á að þeir sem standi fremst í hans grein nái um 32 kílómetra hraða á klukkustund. Tæknilega hliðin er þó það sem Arnar leggur mesta áherslu á fyrsta árið. Hann æfir undir handleiðslu Kára Jónssonar, landsliðsþjálfara fatlaðra í frjálsum íþróttum. Í venjulegum hjólastólum grípa menn um hringina og snúa. „Ég geri það kannski fyrstu fjóra eða fimm metrana í þessum stól en svo er ég farinn að lemja. Ég er í sérstökum hönskum, líkum boxhönskum, og lem á hringinn," segir Arnar enda engin leið að grípa um hringina þegar komið er á mikinn hraða."Vinna lögð til hliðar Arnar, sem er í Íþróttafélaginu NES, fær að æfa í Laugardalshöllinni tvisvar í viku í tvær klukkustundir í senn. „Ég nýti hverja mínútu," segir Arnar, sem lyftir hina dagana. Hann er í fötlunarflokki 53 sem stendur en endanleg flokkun verður ekki ljós fyrr en á hans fyrsta móti erlendis. Arnar stundar einn Íslendinga íþróttina sem stendur. Hann þykist þó vita að fleiri sem bundnir séu hjólastól muni smitast af honum og taki hann öllum félagsskap og samkeppni fagnandi. „Það væri best að fá einn ungan og hraðan sem ég gæti elt." Arnar Helgi hefur undanfarin ár starfað sem bókari en hefur lagt starfið á hilluna til að helga sig íþrótt sinni. Spurður hvort bókarinn hafi ekki áhyggjur af fjárhagslegu hliðinni segir Arnar: „Það er mjög gott að vera ekkert mjög mikið að pæla í því," segir Arnar kíminn. Hann bendir þó á að bensínkostnaður einn og sér í janúar hafi verið 90 þúsund krónur enda keyrir hann nánast daglega á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Bifreiðin er ekki sparneytin vegna hjólastólanna sem fylgja Arnari hvert sem hann fer. Fyrir sumarið ætlar Arnar að koma sér í það gott form að hann geti æft af krafti tvisvar á dag. Markmiðið er einfalt. Ólympíumótið í Ríó árið 2016. „Ég ætla að komast til Ríó," segir Arnar. Þar er keppt í flestum sömu vegalengdum í hjólastólaakstri og í hlaupagreinum í frjálsum íþróttum. Hann einbeitir sér að styttri vegalengdum en þar liggur styrkur hans. „Lágmörk inn á stóru mótin í 100 metrunum er 16,4 sekúndur," segir Arnar sem fer vegalengdina í dag á um 20 sekúndum.Frumraunin Arnar keppir í fyrsta skipti á erlendri grundu í Hollandi í maí. Þá fyrst fær hann staðfestan fötlunarflokk sinn. „Ég ætla að henda mér strax út í djúpu laugina. Þá verða sex eða sjö hjólastólar á brautinni. Ég fæ ekki þá þjálfun hérna heima að vera að tuddast út í aðra."
Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira